Enginn fékk að sjá kjarasamninginn 23. júlí 2006 07:45 frá framkvæmdastjórnarfundi Fyrrverandi framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins segir ráðningarsamning framkvæmdastjóra ekki geta verið trúnaðarmál milli formanns og framkvæmdastjóra. Samkvæmt lögum sé framkvæmdastjóri ráðinn af framkvæmdastjórn, ekki formanni. Ráðningarsamningur sá er Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, gerði við nýjan framkvæmdastjóra bandalagsins var ekki opinberaður stjórnarmeðlimum bandalagsins né öðrum, þrátt fyrir að lög bandalagsins kveði á um það. Áhrifamenn innan bandalagsins ætla nú að kæra Sigurstein til félagsmálaráðuneytisins og vilja meina að með samningnum við framkvæmdastjórann sé Sigursteinn að ákveða eigin laun, en framkvæmdastjóri fær sömu laun og formaður. Samkvæmt lögunum gerir framkvæmdastjórn bandalagsins ráðningarsamning við framkvæmdastjóra, sem staðfestir skal af aðalstjórn bandalagsins. Arnþór Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri bandalagsins, segir þetta ekki hafa verið gert. „Þessi samningur var sagður vera trúnaðarmál milli Sigursteins og framkvæmdastjórans, sem getur hreinlega ekki verið. Samkvæmt lögunum er það framkvæmdastjórnin sem ræður framkvæmdastjóra en ekki formaðurinn,“ segir Arnþór. „Aðalstjórnin er æðsta vald Öryrkjabandalagsins á milli aðalfunda og framkvæmdastjórnin vinnur í umboði aðalstjórnar. Þetta hlýtur núverandi formaður bandalagsins að vita.“ Guðmundur Johnsen, einn þeirra sem ætla að kæra Sigurstein, segir ráðningu framkvæmdastjóra hafa verið knúna fram í gegnum stjórnina án þess að nokkur umræða um málið hafi verið leyfð og án þess að samningurinn hafi verið lagður fram. „Þetta stangast á við allt sem heitir lýðræði og eðlileg stjórnsýsla. Það kaus minna en helmingur manna með samningnum, meirihlutinn sat hjá. Við teljum að enn hafi ekki farið fram nein umræða sem réttlætir að samningurinn sé staðfestur. Menn staðfesta ekki samninga sem menn hafa ekki séð, það er grundvallaratriði í samningum.“ Guðmundur segir rangt að kæran sé til komin vegna persónulegrar óvildar í garð Sigursteins. „Á sínum tíma kaus ég Sigurstein vegna þess að ég taldi hann ágætlega vel greindan. Ég sé ekki hvernig það lýsir persónulegri óvild.“ Ekki náðist í Sigurstein Másson vegna málsins í gær. Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Ráðningarsamningur sá er Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, gerði við nýjan framkvæmdastjóra bandalagsins var ekki opinberaður stjórnarmeðlimum bandalagsins né öðrum, þrátt fyrir að lög bandalagsins kveði á um það. Áhrifamenn innan bandalagsins ætla nú að kæra Sigurstein til félagsmálaráðuneytisins og vilja meina að með samningnum við framkvæmdastjórann sé Sigursteinn að ákveða eigin laun, en framkvæmdastjóri fær sömu laun og formaður. Samkvæmt lögunum gerir framkvæmdastjórn bandalagsins ráðningarsamning við framkvæmdastjóra, sem staðfestir skal af aðalstjórn bandalagsins. Arnþór Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri bandalagsins, segir þetta ekki hafa verið gert. „Þessi samningur var sagður vera trúnaðarmál milli Sigursteins og framkvæmdastjórans, sem getur hreinlega ekki verið. Samkvæmt lögunum er það framkvæmdastjórnin sem ræður framkvæmdastjóra en ekki formaðurinn,“ segir Arnþór. „Aðalstjórnin er æðsta vald Öryrkjabandalagsins á milli aðalfunda og framkvæmdastjórnin vinnur í umboði aðalstjórnar. Þetta hlýtur núverandi formaður bandalagsins að vita.“ Guðmundur Johnsen, einn þeirra sem ætla að kæra Sigurstein, segir ráðningu framkvæmdastjóra hafa verið knúna fram í gegnum stjórnina án þess að nokkur umræða um málið hafi verið leyfð og án þess að samningurinn hafi verið lagður fram. „Þetta stangast á við allt sem heitir lýðræði og eðlileg stjórnsýsla. Það kaus minna en helmingur manna með samningnum, meirihlutinn sat hjá. Við teljum að enn hafi ekki farið fram nein umræða sem réttlætir að samningurinn sé staðfestur. Menn staðfesta ekki samninga sem menn hafa ekki séð, það er grundvallaratriði í samningum.“ Guðmundur segir rangt að kæran sé til komin vegna persónulegrar óvildar í garð Sigursteins. „Á sínum tíma kaus ég Sigurstein vegna þess að ég taldi hann ágætlega vel greindan. Ég sé ekki hvernig það lýsir persónulegri óvild.“ Ekki náðist í Sigurstein Másson vegna málsins í gær.
Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira