Formaður Öryrkja- bandalagsins kærður 22. júlí 2006 03:30 Hópur áhrifamanna innan Öryrkjabandalags Íslands, þar á meðal tveir aðalstjórnarmenn, hafa ákveðið að kæra formann bandalagsins, Sigurstein Másson, til Félagsmálaráðuneytisins vegna framgöngu hans við gerð samnings við nýjan framkvæmdastjóra bandalagsins. Þeir fullyrða að Sigursteinn hafi farið offari og þvingað samninginn í gegn án þess að aðalstjórn fengi að vita hvað í samningnum fólst. Formaður fær greidd sömu laun og framkvæmdastjóri og þeir vilja því meina að Sigursteinn hafi setið báðum megin borðsins við ákvörðun eigin launa.+ Einnig er fullyrt að ekki hafi verið staðið við samþykkt aðalstjórnar varðandi uppgjör við fyrrverandi framkvæmdastjóra bandalagsins, Arnþór Helgason, og það sé einhliða ákvörðun Sigursteins. Aðalstjórn ber ábyrgð á öllum ákvörðunum og samingum þess og það er því réttur og skylda aðalstjórnarmanna að vita hvað felst í samningum við stjórnendur, segir Guðmundur S. Johnsen, formaður Félags lesblindra á Íslandi og aðalstjórnarmaður, sem er einn þeirra sem hefur ákveðið að kæra. Annar stjórnarmaður, Guðmundur Magnússon, Samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra, segir þetta aðeins hluta vandans. Aðalstjórn samþykkti ályktun mína þess efnis að gert yrði upp við Arnþór Helgason á þann hátt að allir hefðu sæmd af. Það hefur ekki verið gert. Guðmundur Johnsen vill meina að uppsögn Arnþórs sé ástæðan fyrir þeim vanda sem bandalagið standi frammi fyrir. Það að Öryrkjabandalagið skuli reka blindan mann er algjörlega siðlaust. Sigursteinn Másson segir málatilbúning Guðmundar S. Johnsen og Guðmundar Magnússonar vera sprottinn af persónulegri óvild þeirra við sig. Fullyrðingar þeirra séu með öllu tilhæfulausar og þeim til skammar. Ef þeir hafa geð í sér til að kæra þetta mál til ráðuneytisins þá er það sjálfsagt mál. Ég óttast það ekki. Það að þessir tveir menn hafi ákveðið að grafa undan stjórn Öryrkjabandalagsins með þessum hætti finnst mér mjög dapurt. Ég mun ekki tjá mig frekar um þetta heldur takast á við þetta mál á eðlilegum vettvangi en verð að lýsa yfir miklum vonbrigðum með framgöngu þessara manna. Ekki náðist í Arnþór Helgason vegna málsins í gær. Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Hópur áhrifamanna innan Öryrkjabandalags Íslands, þar á meðal tveir aðalstjórnarmenn, hafa ákveðið að kæra formann bandalagsins, Sigurstein Másson, til Félagsmálaráðuneytisins vegna framgöngu hans við gerð samnings við nýjan framkvæmdastjóra bandalagsins. Þeir fullyrða að Sigursteinn hafi farið offari og þvingað samninginn í gegn án þess að aðalstjórn fengi að vita hvað í samningnum fólst. Formaður fær greidd sömu laun og framkvæmdastjóri og þeir vilja því meina að Sigursteinn hafi setið báðum megin borðsins við ákvörðun eigin launa.+ Einnig er fullyrt að ekki hafi verið staðið við samþykkt aðalstjórnar varðandi uppgjör við fyrrverandi framkvæmdastjóra bandalagsins, Arnþór Helgason, og það sé einhliða ákvörðun Sigursteins. Aðalstjórn ber ábyrgð á öllum ákvörðunum og samingum þess og það er því réttur og skylda aðalstjórnarmanna að vita hvað felst í samningum við stjórnendur, segir Guðmundur S. Johnsen, formaður Félags lesblindra á Íslandi og aðalstjórnarmaður, sem er einn þeirra sem hefur ákveðið að kæra. Annar stjórnarmaður, Guðmundur Magnússon, Samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra, segir þetta aðeins hluta vandans. Aðalstjórn samþykkti ályktun mína þess efnis að gert yrði upp við Arnþór Helgason á þann hátt að allir hefðu sæmd af. Það hefur ekki verið gert. Guðmundur Johnsen vill meina að uppsögn Arnþórs sé ástæðan fyrir þeim vanda sem bandalagið standi frammi fyrir. Það að Öryrkjabandalagið skuli reka blindan mann er algjörlega siðlaust. Sigursteinn Másson segir málatilbúning Guðmundar S. Johnsen og Guðmundar Magnússonar vera sprottinn af persónulegri óvild þeirra við sig. Fullyrðingar þeirra séu með öllu tilhæfulausar og þeim til skammar. Ef þeir hafa geð í sér til að kæra þetta mál til ráðuneytisins þá er það sjálfsagt mál. Ég óttast það ekki. Það að þessir tveir menn hafi ákveðið að grafa undan stjórn Öryrkjabandalagsins með þessum hætti finnst mér mjög dapurt. Ég mun ekki tjá mig frekar um þetta heldur takast á við þetta mál á eðlilegum vettvangi en verð að lýsa yfir miklum vonbrigðum með framgöngu þessara manna. Ekki náðist í Arnþór Helgason vegna málsins í gær.
Innlent Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira