Erlent

Norðurlöndin sameinast

Sellafield
Kjarnorkuver í Bretlandi.
Sellafield Kjarnorkuver í Bretlandi. MYND/Nordicphotos/afp
Umhverfisráðherrar Norðurlandanna hafa lýst yfir áhyggjum sínum af hugsanlegri enduropnun á Sellafield-kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Englandi og sendu ráðherrar Íslands, Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands bresku ríkisstjórninni bréf þess efnis á mánudag.

Þeir fóru fram á að Bretar hefðu skilvirka áætlun um hvað gert yrði við geislavirkan úrgang og létu kanna hættuna sem stafaði af stöðinni. Norðurlöndin hafa löngum kvartað undan því að stöðin, sem er 57 ára, mengi Atlantshafið. Stöðinni var lokað eftir leka geislavirks vökva í apríl 2005.- smk



Fleiri fréttir

Sjá meira


×