Ferðin frá Líbanon gekk vonum framar 19. júlí 2006 07:00 Flugvirkarjar AIR ATLANTA Icelandic Flugvirkjarnir Markús Sigurjónsson, Guðmundur Karl Guðmundsson og Már Þórarinsson, við rútuna sem flutti Íslendingana frá Beirút til Damaskus í Sýrlandi. Rútan er rækilega merkt finnskum stjórnvöldum, sem stóðu fyrir farþegaflutningunum til Damaskus. Mynd/már Flugvél Air Atlanta Icelandic, sem utanríkisráðuneytið leigði til þess að flytja Íslendinga og fjölda annarra Norðurlandabúa frá Damaskus í Sýrlandi til Kaupmannahafnar, lenti í Kaupmannahöfn um hádegisbilið í gær. Samkvæmt upprunalegum áætlunum utanríkisráðuneytisins átti vélin að lenda milli átta og níu. Íslendingarnir dvöldu í sendiráðsbústað finnska sendiherrans í Damaskus í Sýrlandi. Már Þórarinsson, einn Íslendingana sem fóru með rútu á vegum finnskra yfirvalda frá Beirút til Damaskus í fyrradag, segir það mikinn létti að vera kominn frá átakasvæðunum í Mið-Austurlöndum en árásir Ísraelshers á Líbanon hafa harðnað undanfarna daga. „Við fundum öll fyrir því að spennan væri að aukast á þessu svæði þar sem við vorum og það var orðið ónotalegt að finna fyrir sprengjuárásunum færast nær manni dag frá degi.“ Rútuferð Íslendinganna frá Beirút til Damaskus gekk vel en hún var skipulögð af finnskum yfirvöldum. Már segir finnska sendiherrann hafa sýnt farþegunum sem komu með rútunum til Damaskus mikla gestrisni. „Það var gott að komast í finnska sendiráðið. Þar var þjónusta finnskra yfirvalda til fyrirmyndar. Við fundum fyrir miklum létti þegar til Damaskus var komið. Það hefði verið afar óþægilegt að dvelja mikið lengur í Líbanon, vegna þess hversu harðar árásirnar voru orðnar.“ Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, segist ánægður með hvernig til hafi tekist með fólksflutningana. „Ég held það sé ekki hægt að ætlast til að flutningar gangi mikið betur. Nánast hnökralaust gekk að koma fólkinu til Kaupmannahafnar, og síðan áfram til Íslands.“ Íslensk stjórnvöld bera ein kostnaðinn af ferð flugvélarinnar frá London til Damaskus, og þaðan til Kaupmannahafnar, en mikill meirihluti farþega í fluginu kom frá Norðurlöndum. Icelandair bauð íslensku farþegunum sem komu til Kaupmannahafnar að fljúga með kvöldvél félagins til Íslands í gær. Hluti þeirra þáði það en tveir af flugvirkjunum Air Atlanta komu til landsins með flugi seinna um kvöldið. Einn flugvirkjana þriggja býr í Frakklandi og flaug því ekki með félögum sínum til Íslands. Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Flugvél Air Atlanta Icelandic, sem utanríkisráðuneytið leigði til þess að flytja Íslendinga og fjölda annarra Norðurlandabúa frá Damaskus í Sýrlandi til Kaupmannahafnar, lenti í Kaupmannahöfn um hádegisbilið í gær. Samkvæmt upprunalegum áætlunum utanríkisráðuneytisins átti vélin að lenda milli átta og níu. Íslendingarnir dvöldu í sendiráðsbústað finnska sendiherrans í Damaskus í Sýrlandi. Már Þórarinsson, einn Íslendingana sem fóru með rútu á vegum finnskra yfirvalda frá Beirút til Damaskus í fyrradag, segir það mikinn létti að vera kominn frá átakasvæðunum í Mið-Austurlöndum en árásir Ísraelshers á Líbanon hafa harðnað undanfarna daga. „Við fundum öll fyrir því að spennan væri að aukast á þessu svæði þar sem við vorum og það var orðið ónotalegt að finna fyrir sprengjuárásunum færast nær manni dag frá degi.“ Rútuferð Íslendinganna frá Beirút til Damaskus gekk vel en hún var skipulögð af finnskum yfirvöldum. Már segir finnska sendiherrann hafa sýnt farþegunum sem komu með rútunum til Damaskus mikla gestrisni. „Það var gott að komast í finnska sendiráðið. Þar var þjónusta finnskra yfirvalda til fyrirmyndar. Við fundum fyrir miklum létti þegar til Damaskus var komið. Það hefði verið afar óþægilegt að dvelja mikið lengur í Líbanon, vegna þess hversu harðar árásirnar voru orðnar.“ Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, segist ánægður með hvernig til hafi tekist með fólksflutningana. „Ég held það sé ekki hægt að ætlast til að flutningar gangi mikið betur. Nánast hnökralaust gekk að koma fólkinu til Kaupmannahafnar, og síðan áfram til Íslands.“ Íslensk stjórnvöld bera ein kostnaðinn af ferð flugvélarinnar frá London til Damaskus, og þaðan til Kaupmannahafnar, en mikill meirihluti farþega í fluginu kom frá Norðurlöndum. Icelandair bauð íslensku farþegunum sem komu til Kaupmannahafnar að fljúga með kvöldvél félagins til Íslands í gær. Hluti þeirra þáði það en tveir af flugvirkjunum Air Atlanta komu til landsins með flugi seinna um kvöldið. Einn flugvirkjana þriggja býr í Frakklandi og flaug því ekki með félögum sínum til Íslands.
Innlent Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira