Ég vil að veturinn komi bara strax 19. júlí 2006 07:15 „Bara allt gott, þakka þér fyrir. Ég er búinn að vera í fæðingarorlofi í tvo mánuði og hef notið þess að vera með fjölskyldunni,“ segir þriggja barna faðirinn Guðmundur Karl Jónsson, framkvæmdastjóri Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. „Þó að það sé fullt starf að vera með lítil börn nýtur maður þess út í ystu æsar að vera með fjölskyldunni.“ Guðmundur Karl er eins og áður segir umsjónarmaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli og segir hann menn þar í óðaönn um mitt sumar að gera klárt fyrir veturinn. Nú er verið að leggja vatnsleiðslur fyrir snjóframleiðslutækin sem ekki var hægt að gera í haust þegar græjurnar bárust til landsins. „Við erum að klára að leggja snjóframleiðslukerfið í fjallinu og svo þarf að sinna viðhaldi og lagfæra eitt og annað,“ segir Guðmundur Karl. „Það eru svo margir verkþættir sem ekki er hægt að klára á veturna.“ Skíðaveturinn var mjög góður síðasta vetur að sögn Guðmundar Karls, því alls renndu sér rúmlega þrjátíu þúsund manns um brekkur Hlíðarfjalls. „Við vorum mjög ánægðir með síðasta vetur, þetta var ekki metár en alveg á meðal topp fimm,“ segir Guðmundur Karl. Aðspurður um hvað sé á döfinni næstu daga segir Guðmundur Karl það vera ættarmót í Eyjafirði. Guðmundur Karl er ekki ættaður úr Eyjafirðinum heldur á hann ættir að rekja í Garðabæ. Af hverju valdi hann þá að setjast að í höfuðstað Norðurlands, Akureyri? „Því að hér er skíðasvæði og snjórinn. Ég lærði skíðasvæðarekstrarfræði, sem er tveggja ára háskólanám, í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum, svo að hingað vildi ég koma til að nýta menntunina mína,“ segir hann. Guðmundur Karl segir sumarið fyrir norðan hafa valdið vonbrigðum en er bjartsýnn á framhaldið. „Núna segja þeir að það eigi að fara að hlýna og verða bjartara og ég ætla að njóta þess sem eftir lifir sumars með fjölskyldunni. Svo um leið og sumrinu lýkur fer maður að hlakka til vetrarins,“ segir Guðmundur Karl. „Í byrjun september vill maður helst að það fari að kyngja niður og veturinn komi bara strax.“ Innlent Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
„Bara allt gott, þakka þér fyrir. Ég er búinn að vera í fæðingarorlofi í tvo mánuði og hef notið þess að vera með fjölskyldunni,“ segir þriggja barna faðirinn Guðmundur Karl Jónsson, framkvæmdastjóri Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. „Þó að það sé fullt starf að vera með lítil börn nýtur maður þess út í ystu æsar að vera með fjölskyldunni.“ Guðmundur Karl er eins og áður segir umsjónarmaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli og segir hann menn þar í óðaönn um mitt sumar að gera klárt fyrir veturinn. Nú er verið að leggja vatnsleiðslur fyrir snjóframleiðslutækin sem ekki var hægt að gera í haust þegar græjurnar bárust til landsins. „Við erum að klára að leggja snjóframleiðslukerfið í fjallinu og svo þarf að sinna viðhaldi og lagfæra eitt og annað,“ segir Guðmundur Karl. „Það eru svo margir verkþættir sem ekki er hægt að klára á veturna.“ Skíðaveturinn var mjög góður síðasta vetur að sögn Guðmundar Karls, því alls renndu sér rúmlega þrjátíu þúsund manns um brekkur Hlíðarfjalls. „Við vorum mjög ánægðir með síðasta vetur, þetta var ekki metár en alveg á meðal topp fimm,“ segir Guðmundur Karl. Aðspurður um hvað sé á döfinni næstu daga segir Guðmundur Karl það vera ættarmót í Eyjafirði. Guðmundur Karl er ekki ættaður úr Eyjafirðinum heldur á hann ættir að rekja í Garðabæ. Af hverju valdi hann þá að setjast að í höfuðstað Norðurlands, Akureyri? „Því að hér er skíðasvæði og snjórinn. Ég lærði skíðasvæðarekstrarfræði, sem er tveggja ára háskólanám, í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum, svo að hingað vildi ég koma til að nýta menntunina mína,“ segir hann. Guðmundur Karl segir sumarið fyrir norðan hafa valdið vonbrigðum en er bjartsýnn á framhaldið. „Núna segja þeir að það eigi að fara að hlýna og verða bjartara og ég ætla að njóta þess sem eftir lifir sumars með fjölskyldunni. Svo um leið og sumrinu lýkur fer maður að hlakka til vetrarins,“ segir Guðmundur Karl. „Í byrjun september vill maður helst að það fari að kyngja niður og veturinn komi bara strax.“
Innlent Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira