Steytti á afnámi verndartolla landbúnaðarvara 15. júlí 2006 08:30 Keypt inn Matarreikningur meðalheimilis myndi lækka um 130 þúsund krónur á ári, verði farið að þeim hugmyndum sem helst voru ræddar í matvöruverðsnefnd forsætisráðherra. Helst steytti á hugmyndum um afnám verndartolla landbúnaðarvara í starfi matvælanefndar forsætisráðherra. Háværar kröfur voru uppi í nefndinni um að gerð yrði tillaga um afnám þeirra en fulltrúi bænda lagðist alfarið gegn þeim. Samkvæmt útreikningum starfsfólks Hagstofunnar myndi matarreikningur meðalheimilis í landinu lækka um rúmar 80 þúsund krónur ef verndartollarnir yrðu aflagðir. Alþýðusambandið, sem átti fulltrúa í nefndinni, krafðist þess að landbúnaðarkerfið yrði stokkað upp og fært úr kerfi hafta og hamla, í kerfi með verulegum auknum beinum greiðslum sem rynnu til bænda, eins og segir í yfirlýsingu þess. Þar sem ekki náðist samstaða um þær hugmyndir vildi sambandið ekki standa að sameiginlegum tillögum nefndarinnar sem leiða myndu til verulegra lækkana á sælgæti og gosi en óverulegra lækkana á verði venjulegra matvæla, eins og það er orðað. Samtök verslunar og þjónustu vilja einnig að tollar vegna innflutnings á búvöru verði afnumdir en telja mikilvæg skref stigin með afnámi vörugjalda og að öll matvara beri sama hlutfall virðisaukaskatts. Um leið er mótmælt hugmyndum Lýðheilsustofnunar um að halda beri í hærri skattlagningu á einstakar tegundir matvæla sem taldar eru óhollari en aðrar. Slík opinber neyslustýring hafi hingað til alltaf mistekist. Það kemur Össuri Skarphéðinssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, ekki á óvart að ekki hafi náðst samstaða í nefndinni enda hafi fulltrúar landbúnaðarins átt þar sæti. Össur telur mikilsvert að samstaða hafi náðst um ákveðin skref, sem feli í sér nokkra lækkun matarverðs ef að lögum verða, en segir mikilvægt að ganga lengra. Það er ljóst að til að ná árangri sem munar um og skiptir neytendur miklu máli þá verður að afnema ofurtollana á innfluttum matvörum. Við í Samfylkingunni munum strax í haust leggja til að stigið verði stórt skref, til dæmis með helmingslækkun, og að síðar verði stefnt að því að afnema þá alveg. Hann segir að á móti verði að ganga til viðræðna við bændur um aðgerðir til að hjálpa þeim á aðlögunartímanum. Markmiðið á að vera að hér verði matarverð ekki hærra heldur en í Evrópusambandslöndunum og ég held reyndar að besta leiðin til að ná verðinu verulega niður sé að ganga í ESB, segir Össur og minnir á að lækkun matarverðs sé eitt þeirra mála sem flokkur hans hefur lagt hvað mesta áherslu á á síðustu árum. Forsætisráðherra vildi það eitt um málið segja að skýrslan verði tekin til skoðunar. Ekki náðist í landbúnaðarráðherra. Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Helst steytti á hugmyndum um afnám verndartolla landbúnaðarvara í starfi matvælanefndar forsætisráðherra. Háværar kröfur voru uppi í nefndinni um að gerð yrði tillaga um afnám þeirra en fulltrúi bænda lagðist alfarið gegn þeim. Samkvæmt útreikningum starfsfólks Hagstofunnar myndi matarreikningur meðalheimilis í landinu lækka um rúmar 80 þúsund krónur ef verndartollarnir yrðu aflagðir. Alþýðusambandið, sem átti fulltrúa í nefndinni, krafðist þess að landbúnaðarkerfið yrði stokkað upp og fært úr kerfi hafta og hamla, í kerfi með verulegum auknum beinum greiðslum sem rynnu til bænda, eins og segir í yfirlýsingu þess. Þar sem ekki náðist samstaða um þær hugmyndir vildi sambandið ekki standa að sameiginlegum tillögum nefndarinnar sem leiða myndu til verulegra lækkana á sælgæti og gosi en óverulegra lækkana á verði venjulegra matvæla, eins og það er orðað. Samtök verslunar og þjónustu vilja einnig að tollar vegna innflutnings á búvöru verði afnumdir en telja mikilvæg skref stigin með afnámi vörugjalda og að öll matvara beri sama hlutfall virðisaukaskatts. Um leið er mótmælt hugmyndum Lýðheilsustofnunar um að halda beri í hærri skattlagningu á einstakar tegundir matvæla sem taldar eru óhollari en aðrar. Slík opinber neyslustýring hafi hingað til alltaf mistekist. Það kemur Össuri Skarphéðinssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, ekki á óvart að ekki hafi náðst samstaða í nefndinni enda hafi fulltrúar landbúnaðarins átt þar sæti. Össur telur mikilsvert að samstaða hafi náðst um ákveðin skref, sem feli í sér nokkra lækkun matarverðs ef að lögum verða, en segir mikilvægt að ganga lengra. Það er ljóst að til að ná árangri sem munar um og skiptir neytendur miklu máli þá verður að afnema ofurtollana á innfluttum matvörum. Við í Samfylkingunni munum strax í haust leggja til að stigið verði stórt skref, til dæmis með helmingslækkun, og að síðar verði stefnt að því að afnema þá alveg. Hann segir að á móti verði að ganga til viðræðna við bændur um aðgerðir til að hjálpa þeim á aðlögunartímanum. Markmiðið á að vera að hér verði matarverð ekki hærra heldur en í Evrópusambandslöndunum og ég held reyndar að besta leiðin til að ná verðinu verulega niður sé að ganga í ESB, segir Össur og minnir á að lækkun matarverðs sé eitt þeirra mála sem flokkur hans hefur lagt hvað mesta áherslu á á síðustu árum. Forsætisráðherra vildi það eitt um málið segja að skýrslan verði tekin til skoðunar. Ekki náðist í landbúnaðarráðherra.
Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira