Viðbrögð við ákvörðun Guðna 15. júlí 2006 06:00 Gunga Tilkynning Guðna Ágústssonar um að hann sækist eftir endurkjöri í embætti varaformanns Framsóknarflokksins kom sumum á óvart. Var það hald manna að hugur Guðna stæði til formennsku, enda hefur hann verið varaformaður í fimm ár. Össuri Skarphéðinssyni, félaga Guðna í Þingvallanefnd, hugnast ákvörðunin illa og átti hann raunar fyrr von á eigin dauða en að Guðni reyndi ekki að verða formaður. Sakar hann Guðna um gunguskap en telur engu að síður afar líklegt að hann verði endurkjörinn varaformaður. Á vefsíðu sinni fullyrðir Össur að Jón Sigurðsson sé sérlegur frambjóðandi Halldórs Ásgrímssonar, honum hafi verið teflt fram svo að Guðni yrði ekki formaður. Í hugvekju Samfylkingarþingmannsins um innstu mál Framsóknar segir svo orðrétt: Framboð Jónínu var auðvitað stríðsyfirlýsing á hendur Guðna. Í henni fólst yfirlýsing Halldórs Ásgrímssonar um að láta það verða sitt síðasta verk að hreinsa Guðna Ágústsson úr forystu Framsóknarflokksins, og koma í veg fyrir framgang Sivjar. Guðjón Ekki það að það sé almennt til siðs að kalla stjórnir stjórnmálaflokka einhverjum sérstökum nöfnum. Hins vegar þykir mönnum einsýnt að ef Jón Sigurðsson verður formaður Framsóknarflokksins og Guðni Ágústsson varaformaður verði forystan nefnd Guðjón. Beint í mokstur Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, boðaði á fimmtudag niðurskurð í verklegum framkvæmdum í bænum. Samtals á að hætta við eða seinka framkvæmdum upp á 411 milljónir króna og með þessu vilja bæjaryfirvöld í Kópavogi leggja lóð sitt á vogarskálarnar svo draga megi úr þenslu og verðbólgu. Það má heita kaldhæðnislegt að örfáum klukkustundum eftir að bæjarráð hafði samþykkt tillögur Gunnars um niðurskurð var hann kominn í Dalsmárann til að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri tennishöll í bænum. Hér verður ekki efast um þörfina fyrir slíkri höll en eitthvað hlýtur hún nú að kosta. Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Gunga Tilkynning Guðna Ágústssonar um að hann sækist eftir endurkjöri í embætti varaformanns Framsóknarflokksins kom sumum á óvart. Var það hald manna að hugur Guðna stæði til formennsku, enda hefur hann verið varaformaður í fimm ár. Össuri Skarphéðinssyni, félaga Guðna í Þingvallanefnd, hugnast ákvörðunin illa og átti hann raunar fyrr von á eigin dauða en að Guðni reyndi ekki að verða formaður. Sakar hann Guðna um gunguskap en telur engu að síður afar líklegt að hann verði endurkjörinn varaformaður. Á vefsíðu sinni fullyrðir Össur að Jón Sigurðsson sé sérlegur frambjóðandi Halldórs Ásgrímssonar, honum hafi verið teflt fram svo að Guðni yrði ekki formaður. Í hugvekju Samfylkingarþingmannsins um innstu mál Framsóknar segir svo orðrétt: Framboð Jónínu var auðvitað stríðsyfirlýsing á hendur Guðna. Í henni fólst yfirlýsing Halldórs Ásgrímssonar um að láta það verða sitt síðasta verk að hreinsa Guðna Ágústsson úr forystu Framsóknarflokksins, og koma í veg fyrir framgang Sivjar. Guðjón Ekki það að það sé almennt til siðs að kalla stjórnir stjórnmálaflokka einhverjum sérstökum nöfnum. Hins vegar þykir mönnum einsýnt að ef Jón Sigurðsson verður formaður Framsóknarflokksins og Guðni Ágústsson varaformaður verði forystan nefnd Guðjón. Beint í mokstur Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, boðaði á fimmtudag niðurskurð í verklegum framkvæmdum í bænum. Samtals á að hætta við eða seinka framkvæmdum upp á 411 milljónir króna og með þessu vilja bæjaryfirvöld í Kópavogi leggja lóð sitt á vogarskálarnar svo draga megi úr þenslu og verðbólgu. Það má heita kaldhæðnislegt að örfáum klukkustundum eftir að bæjarráð hafði samþykkt tillögur Gunnars um niðurskurð var hann kominn í Dalsmárann til að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri tennishöll í bænum. Hér verður ekki efast um þörfina fyrir slíkri höll en eitthvað hlýtur hún nú að kosta.
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira