Óvíst hvort náist að veiða hrefnukvótann 15. júlí 2006 05:30 Hrefnuveiðar Hrefnuveiðitímabilið í ár hófst 13. júní og lýkur 4. ágúst. Sjávarútvegsráðuneytið gaf leyfi til að veiða 59 hrefnur á tímabilinu. MYND/AFP Mikil eftirspurn er á Íslandi eftir hrefnukjöti að sögn Gunnars Bergmanns Jónssonar, framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna. Við bjóðum núna upp á bæði reykt og kryddlegið hrefnukjöt og satt að segja óraði okkur ekki fyrir því að fólk yrði svona æst í þetta. Gunnar segir að félagið hafi haldið í mikla markaðssetningu á hrefnukjöti í fyrra sem sé að skila sér núna. Hrefnuveiðitímabilið hófst 13. júní og hafa alls átján hrefnur verið veiddar af þeim fimmtíu sem sjávarútvegsráðuneytið gaf leyfi fyrir að yrðu veiddar á þessu tímabili. Í dag eru fjögur skip að veiðum, tvö fyrir sunnan land og tvö fyrir norðan. Rannsóknaráætlun Hafrannsóknarstofnunar, sem hófst árið 2003, felur í sér veiðar á 200 hrefnum og gert er ráð fyrir að áætluninni ljúki á næsta ári. Meginmarkmið áætlunarinnar er að afla grunnþekkingar á fæðuvistfræði hrefnu en auk rannsókna á fæðusamsetningu með greiningu magainnihalds verður aflað annarra gagna sem nauðsynleg eru til að meta afrán tegundarinnar á hinum ýmsu fæðutegundum. Félag hrefnuveiðimanna var fengið sem verktaki til að sjá um þessar vísindaveiðar en enginn annar hefur leyfi til að veiða hrefnur. Konráð Eggertsson, skipstjóri á hrefnuveiðibátnum Halldóri Sigurðsson IS14, er ekki viss um að það náist að klára kvótann áður en veiðitímabilinu lýkur 4. ágúst. Veiðar ganga þokkalega en það hefur þó verið bræla meirihlutann af tímabilinu. Ef svipað ástand helst áfram þá er ekki ólíklegt að í kringum 35 hrefnur muni veiðast. Konráð segir þetta þó geta gengið skarpt þegar fjórir bátar eru að í einu og veður helst gott. Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Mikil eftirspurn er á Íslandi eftir hrefnukjöti að sögn Gunnars Bergmanns Jónssonar, framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna. Við bjóðum núna upp á bæði reykt og kryddlegið hrefnukjöt og satt að segja óraði okkur ekki fyrir því að fólk yrði svona æst í þetta. Gunnar segir að félagið hafi haldið í mikla markaðssetningu á hrefnukjöti í fyrra sem sé að skila sér núna. Hrefnuveiðitímabilið hófst 13. júní og hafa alls átján hrefnur verið veiddar af þeim fimmtíu sem sjávarútvegsráðuneytið gaf leyfi fyrir að yrðu veiddar á þessu tímabili. Í dag eru fjögur skip að veiðum, tvö fyrir sunnan land og tvö fyrir norðan. Rannsóknaráætlun Hafrannsóknarstofnunar, sem hófst árið 2003, felur í sér veiðar á 200 hrefnum og gert er ráð fyrir að áætluninni ljúki á næsta ári. Meginmarkmið áætlunarinnar er að afla grunnþekkingar á fæðuvistfræði hrefnu en auk rannsókna á fæðusamsetningu með greiningu magainnihalds verður aflað annarra gagna sem nauðsynleg eru til að meta afrán tegundarinnar á hinum ýmsu fæðutegundum. Félag hrefnuveiðimanna var fengið sem verktaki til að sjá um þessar vísindaveiðar en enginn annar hefur leyfi til að veiða hrefnur. Konráð Eggertsson, skipstjóri á hrefnuveiðibátnum Halldóri Sigurðsson IS14, er ekki viss um að það náist að klára kvótann áður en veiðitímabilinu lýkur 4. ágúst. Veiðar ganga þokkalega en það hefur þó verið bræla meirihlutann af tímabilinu. Ef svipað ástand helst áfram þá er ekki ólíklegt að í kringum 35 hrefnur muni veiðast. Konráð segir þetta þó geta gengið skarpt þegar fjórir bátar eru að í einu og veður helst gott.
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira