Fresta verkefnum upp á 656 milljónir 14. júlí 2006 07:30 Frá Reykjanesbæ. Þremur kostnaðarsömum framkvæmdum verður frestað um átta mánuði til að stemma stigu við þenslu í samfélaginu. Framkvæmdum í Reykjanesbæ sem ráðast átti í og kosta samtals 656 milljónir króna hefur verið frestað um átta mánuði. Um er að ræða lagningu þjóðvegar frá Reykjanesbraut inn í miðjan bæinn sem kostar 256 milljónir, sameiningu bæjarskrifstofanna sem nú eru á tveimur stöðum og kostar 220 milljónir og framkvæmdir við Ráðstefnu- og tónlistarmiðstöð sem kostar 180 milljónir. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir gripið til þessara ráðstafana til að svara kalli forsætisráðherra um aðhald í framkvæmdum á næstu mánuðum til að stemma stigu við efnahagsþenslu í samfélaginu. Það gefur auga leið að þetta eru verkefni sem við teljum að þurfi að vinna en hins vegar er meira virði að rifa seglin, sagði Árni í samtali við Fréttablaðið. Árni bendir á að Reykjanesbær sé um margt ekki heppilegasta sveitarfélagið til að skera niður í framkvæmdum enda óvissa uppi í atvinnumálum bæjarbúa þegar fyrirséð er að um 600 íbúar missi vinnuna hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli í september. Það er mat Árna að nægilegt sé að fresta framkvæmdum þessara þriggja verkefna í átta mánuði. Gangi áætlun ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum eftir verði lag til að sigla á ný að átta mánuðum liðnum. En staðan verði vitaskuld metin þá. Ekki er öllum framkvæmdum Reykjanesbæjar slegið á frest. Grunn- og leikskóli eru til dæmis í byggingu og þeim verkefnum verður haldið áfram. Þá er unnið að gatnagerð í nýjum hverfum. Íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað á umliðnum misserum og á þessu ári hefur þeim fjölgað um tvö prósent. 11.578 búa nú í bænum. Það er kraftur í bæjarfélaginu og kannski þess vegna hægt að rifa seglin, segir Árni. Hann vill ekki ganga svo langt að segja aðgerðir Reykjanesbæjar hvatningu til annarra sveitarfélaga um að ganga sömu leið; hver og einn verði að meta sína stöðu. En úr því að við treystum okkur til að svara þessu miðað við þær aðstæður sem hér eru þá hljóta önnur sveitarfélög að horfa til sinna möguleika. Að sögn Árna ríkti eining um aðgerðirnar í bæjarstjórn. Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Framkvæmdum í Reykjanesbæ sem ráðast átti í og kosta samtals 656 milljónir króna hefur verið frestað um átta mánuði. Um er að ræða lagningu þjóðvegar frá Reykjanesbraut inn í miðjan bæinn sem kostar 256 milljónir, sameiningu bæjarskrifstofanna sem nú eru á tveimur stöðum og kostar 220 milljónir og framkvæmdir við Ráðstefnu- og tónlistarmiðstöð sem kostar 180 milljónir. Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir gripið til þessara ráðstafana til að svara kalli forsætisráðherra um aðhald í framkvæmdum á næstu mánuðum til að stemma stigu við efnahagsþenslu í samfélaginu. Það gefur auga leið að þetta eru verkefni sem við teljum að þurfi að vinna en hins vegar er meira virði að rifa seglin, sagði Árni í samtali við Fréttablaðið. Árni bendir á að Reykjanesbær sé um margt ekki heppilegasta sveitarfélagið til að skera niður í framkvæmdum enda óvissa uppi í atvinnumálum bæjarbúa þegar fyrirséð er að um 600 íbúar missi vinnuna hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli í september. Það er mat Árna að nægilegt sé að fresta framkvæmdum þessara þriggja verkefna í átta mánuði. Gangi áætlun ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum eftir verði lag til að sigla á ný að átta mánuðum liðnum. En staðan verði vitaskuld metin þá. Ekki er öllum framkvæmdum Reykjanesbæjar slegið á frest. Grunn- og leikskóli eru til dæmis í byggingu og þeim verkefnum verður haldið áfram. Þá er unnið að gatnagerð í nýjum hverfum. Íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað á umliðnum misserum og á þessu ári hefur þeim fjölgað um tvö prósent. 11.578 búa nú í bænum. Það er kraftur í bæjarfélaginu og kannski þess vegna hægt að rifa seglin, segir Árni. Hann vill ekki ganga svo langt að segja aðgerðir Reykjanesbæjar hvatningu til annarra sveitarfélaga um að ganga sömu leið; hver og einn verði að meta sína stöðu. En úr því að við treystum okkur til að svara þessu miðað við þær aðstæður sem hér eru þá hljóta önnur sveitarfélög að horfa til sinna möguleika. Að sögn Árna ríkti eining um aðgerðirnar í bæjarstjórn.
Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent