Réttarstaða sumarhúsaeigenda slæm 11. júlí 2006 07:00 Sveinn Guðmundsson Formaður Landssambands sumarhúsaeigenda. MYND/Valli Sumarhúsaeigendum í Borgarfirði hafa verið settir afarkostir, að greiða annað hvort tæplega fjórfalt hærri ársleigu undir bústaði sína eða að kaupa landið langt yfir markaðsverði. Þetta segir Sveinn Guðmundsson, formaður Landssambands sumarhúsaeigenda. Haldi eigendurnir kröfum sínum til streitu gæti deilan farið fyrir dómstóla: Líkurnar eru meiri en minni að það gerist. Sveinn vill ekki greina frá því hvert sumarhúsasvæðið sé, þar sem viðræður við nýja landeigendur séu á viðkvæmu stigi, en segir að bóndinn sem átti landið upphaflega hafi selt það fjárfestum af höfuðborgarsvæðinu á níutíu milljónir. Svo gerist það að kaupandinn hefur samband við leiguliðana og segir að nú séu nýir tímar. Leigan að renna út og gerðir verði nýir leigusamningar sem hljóði upp á allt aðrar tölur en áður, segir Sveinn. Ársleigan hafi verið milli þrjátíu og fjörutíu þúsund en fólkinu verði gert að greiða 150 þúsund krónur. Nýi eigandinn hafi jafnframt boðið leiguliðunum að kaupa lóðirnar á uppsprengdu verði, tíu til fimmtán milljónir á hektarann, sem áður kostaði eina til tvær milljónir króna. Hann hafi síðan ætlað að fá skipulagi svæðisins breytt, en hugmyndunum hafi verið hafnað í grenndarkynningu. Nýi landeigandinn hafi þá selt sumarhúsasvæðið öðrum kaupahéðni af höfuðborgarsvæðinu á ríflega þrjú hundruð milljónir króna: Sá fer í sama gír, nema að hann ætlar ekki að leigja heldur þvinga fólkið til að kaupa, segir Sveinn. Sumarhúsaeigendurnir á svæðinu séu sjötíu til áttatíu: En þeim skiptir hundruðum á landinu sem gætu lent í þessari stöðu eða eru í henni núna. Eiríkur Ólafsson, skrifstofustjóri hjá Borgarbyggð og sveitarstjóri í forföllum, segir áhyggjuefni að braskað sé með sumarhúsalóðir í sveitarfélaginu: Æskilegast er að áfram verði hægt að nýta svæðið eins og verið hefur. Eiríkur tjáir sig ekki um ofursöluna milli auðkýfinganna, því hann hafi ekki fengið tíðindin staðfest. Sveinn segir að breyta þurfi lögum um sumarhúsaeignir. Sumarhúsaeigendur þurfi til að mynda að hafa forkaupsrétt að lóðunum svo þeir þurfi ekki að þola að markaðsverðið margfaldist á stuttum tíma. Landssamband sumarhúsaeigenda hafi bent hinu opinbera á það, því fjárfestar leiti nú að sumarhúsasvæðum þar sem leigusamningarnir séu við það að renna út. Innlent Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Sumarhúsaeigendum í Borgarfirði hafa verið settir afarkostir, að greiða annað hvort tæplega fjórfalt hærri ársleigu undir bústaði sína eða að kaupa landið langt yfir markaðsverði. Þetta segir Sveinn Guðmundsson, formaður Landssambands sumarhúsaeigenda. Haldi eigendurnir kröfum sínum til streitu gæti deilan farið fyrir dómstóla: Líkurnar eru meiri en minni að það gerist. Sveinn vill ekki greina frá því hvert sumarhúsasvæðið sé, þar sem viðræður við nýja landeigendur séu á viðkvæmu stigi, en segir að bóndinn sem átti landið upphaflega hafi selt það fjárfestum af höfuðborgarsvæðinu á níutíu milljónir. Svo gerist það að kaupandinn hefur samband við leiguliðana og segir að nú séu nýir tímar. Leigan að renna út og gerðir verði nýir leigusamningar sem hljóði upp á allt aðrar tölur en áður, segir Sveinn. Ársleigan hafi verið milli þrjátíu og fjörutíu þúsund en fólkinu verði gert að greiða 150 þúsund krónur. Nýi eigandinn hafi jafnframt boðið leiguliðunum að kaupa lóðirnar á uppsprengdu verði, tíu til fimmtán milljónir á hektarann, sem áður kostaði eina til tvær milljónir króna. Hann hafi síðan ætlað að fá skipulagi svæðisins breytt, en hugmyndunum hafi verið hafnað í grenndarkynningu. Nýi landeigandinn hafi þá selt sumarhúsasvæðið öðrum kaupahéðni af höfuðborgarsvæðinu á ríflega þrjú hundruð milljónir króna: Sá fer í sama gír, nema að hann ætlar ekki að leigja heldur þvinga fólkið til að kaupa, segir Sveinn. Sumarhúsaeigendurnir á svæðinu séu sjötíu til áttatíu: En þeim skiptir hundruðum á landinu sem gætu lent í þessari stöðu eða eru í henni núna. Eiríkur Ólafsson, skrifstofustjóri hjá Borgarbyggð og sveitarstjóri í forföllum, segir áhyggjuefni að braskað sé með sumarhúsalóðir í sveitarfélaginu: Æskilegast er að áfram verði hægt að nýta svæðið eins og verið hefur. Eiríkur tjáir sig ekki um ofursöluna milli auðkýfinganna, því hann hafi ekki fengið tíðindin staðfest. Sveinn segir að breyta þurfi lögum um sumarhúsaeignir. Sumarhúsaeigendur þurfi til að mynda að hafa forkaupsrétt að lóðunum svo þeir þurfi ekki að þola að markaðsverðið margfaldist á stuttum tíma. Landssamband sumarhúsaeigenda hafi bent hinu opinbera á það, því fjárfestar leiti nú að sumarhúsasvæðum þar sem leigusamningarnir séu við það að renna út.
Innlent Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira