Réttarstaða sumarhúsaeigenda slæm 11. júlí 2006 07:00 Sveinn Guðmundsson Formaður Landssambands sumarhúsaeigenda. MYND/Valli Sumarhúsaeigendum í Borgarfirði hafa verið settir afarkostir, að greiða annað hvort tæplega fjórfalt hærri ársleigu undir bústaði sína eða að kaupa landið langt yfir markaðsverði. Þetta segir Sveinn Guðmundsson, formaður Landssambands sumarhúsaeigenda. Haldi eigendurnir kröfum sínum til streitu gæti deilan farið fyrir dómstóla: Líkurnar eru meiri en minni að það gerist. Sveinn vill ekki greina frá því hvert sumarhúsasvæðið sé, þar sem viðræður við nýja landeigendur séu á viðkvæmu stigi, en segir að bóndinn sem átti landið upphaflega hafi selt það fjárfestum af höfuðborgarsvæðinu á níutíu milljónir. Svo gerist það að kaupandinn hefur samband við leiguliðana og segir að nú séu nýir tímar. Leigan að renna út og gerðir verði nýir leigusamningar sem hljóði upp á allt aðrar tölur en áður, segir Sveinn. Ársleigan hafi verið milli þrjátíu og fjörutíu þúsund en fólkinu verði gert að greiða 150 þúsund krónur. Nýi eigandinn hafi jafnframt boðið leiguliðunum að kaupa lóðirnar á uppsprengdu verði, tíu til fimmtán milljónir á hektarann, sem áður kostaði eina til tvær milljónir króna. Hann hafi síðan ætlað að fá skipulagi svæðisins breytt, en hugmyndunum hafi verið hafnað í grenndarkynningu. Nýi landeigandinn hafi þá selt sumarhúsasvæðið öðrum kaupahéðni af höfuðborgarsvæðinu á ríflega þrjú hundruð milljónir króna: Sá fer í sama gír, nema að hann ætlar ekki að leigja heldur þvinga fólkið til að kaupa, segir Sveinn. Sumarhúsaeigendurnir á svæðinu séu sjötíu til áttatíu: En þeim skiptir hundruðum á landinu sem gætu lent í þessari stöðu eða eru í henni núna. Eiríkur Ólafsson, skrifstofustjóri hjá Borgarbyggð og sveitarstjóri í forföllum, segir áhyggjuefni að braskað sé með sumarhúsalóðir í sveitarfélaginu: Æskilegast er að áfram verði hægt að nýta svæðið eins og verið hefur. Eiríkur tjáir sig ekki um ofursöluna milli auðkýfinganna, því hann hafi ekki fengið tíðindin staðfest. Sveinn segir að breyta þurfi lögum um sumarhúsaeignir. Sumarhúsaeigendur þurfi til að mynda að hafa forkaupsrétt að lóðunum svo þeir þurfi ekki að þola að markaðsverðið margfaldist á stuttum tíma. Landssamband sumarhúsaeigenda hafi bent hinu opinbera á það, því fjárfestar leiti nú að sumarhúsasvæðum þar sem leigusamningarnir séu við það að renna út. Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Sumarhúsaeigendum í Borgarfirði hafa verið settir afarkostir, að greiða annað hvort tæplega fjórfalt hærri ársleigu undir bústaði sína eða að kaupa landið langt yfir markaðsverði. Þetta segir Sveinn Guðmundsson, formaður Landssambands sumarhúsaeigenda. Haldi eigendurnir kröfum sínum til streitu gæti deilan farið fyrir dómstóla: Líkurnar eru meiri en minni að það gerist. Sveinn vill ekki greina frá því hvert sumarhúsasvæðið sé, þar sem viðræður við nýja landeigendur séu á viðkvæmu stigi, en segir að bóndinn sem átti landið upphaflega hafi selt það fjárfestum af höfuðborgarsvæðinu á níutíu milljónir. Svo gerist það að kaupandinn hefur samband við leiguliðana og segir að nú séu nýir tímar. Leigan að renna út og gerðir verði nýir leigusamningar sem hljóði upp á allt aðrar tölur en áður, segir Sveinn. Ársleigan hafi verið milli þrjátíu og fjörutíu þúsund en fólkinu verði gert að greiða 150 þúsund krónur. Nýi eigandinn hafi jafnframt boðið leiguliðunum að kaupa lóðirnar á uppsprengdu verði, tíu til fimmtán milljónir á hektarann, sem áður kostaði eina til tvær milljónir króna. Hann hafi síðan ætlað að fá skipulagi svæðisins breytt, en hugmyndunum hafi verið hafnað í grenndarkynningu. Nýi landeigandinn hafi þá selt sumarhúsasvæðið öðrum kaupahéðni af höfuðborgarsvæðinu á ríflega þrjú hundruð milljónir króna: Sá fer í sama gír, nema að hann ætlar ekki að leigja heldur þvinga fólkið til að kaupa, segir Sveinn. Sumarhúsaeigendurnir á svæðinu séu sjötíu til áttatíu: En þeim skiptir hundruðum á landinu sem gætu lent í þessari stöðu eða eru í henni núna. Eiríkur Ólafsson, skrifstofustjóri hjá Borgarbyggð og sveitarstjóri í forföllum, segir áhyggjuefni að braskað sé með sumarhúsalóðir í sveitarfélaginu: Æskilegast er að áfram verði hægt að nýta svæðið eins og verið hefur. Eiríkur tjáir sig ekki um ofursöluna milli auðkýfinganna, því hann hafi ekki fengið tíðindin staðfest. Sveinn segir að breyta þurfi lögum um sumarhúsaeignir. Sumarhúsaeigendur þurfi til að mynda að hafa forkaupsrétt að lóðunum svo þeir þurfi ekki að þola að markaðsverðið margfaldist á stuttum tíma. Landssamband sumarhúsaeigenda hafi bent hinu opinbera á það, því fjárfestar leiti nú að sumarhúsasvæðum þar sem leigusamningarnir séu við það að renna út.
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira