Gengu út eftir ræðu Dagnýjar 11. júlí 2006 08:00 Dagný Jónsdóttir Fulltrúar Bandaríkjanna á ársfundi þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu gengu á dyr eftir ræðu Dagnýjar Jónsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Í ræðunni vakti Dagný athygli á með hvaða hætti Bandaríkjamenn greindu íslenskum stjórnvöldum frá brotthvarfi varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli og staldraði sérstaklega við skamman fyrirvara tilkynningarinnar. Sagði hún að á Íslandi teldust slík vinnubrögð ekki til góðra mannasiða, ekki síst þar sem Íslendingar hefðu verið banda- og stuðningsmenn Bandaríkjamanna í gegnum árin. Dagný tók málið fyrst upp í umræðum nefndar um efnhags-, vísinda-, tækni- og umhverfismál. "Ég tók það upp í umræðum um öryggi orkuflutninga og benti á þá stöðu sem uppi væri í öryggismálum á Norður-Atlantshafi þegar Bandaríkjamenn færu héðan," segir Dagný. Bandaríkjamenn létu engin viðbrögð uppi eftir umræðurnar í nefndinni og vakti það athygli Dagnýjar þar sem þeir sögðu álit sitt á öllum öðrum umræðuefnum. Hún afréð því að taka málið upp að nýju á lokafundinum, en hann sátu fulltrúar allra 56 aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunarinnar. Viðbrögð frá Rússum, Kanadamönnum, Bretum og Norðurlandaþjóðunum létu ekki á sér standa, en enn heyrðist hvorki hósti né stuna frá Bandaríkjamönnum. "Hins vegar veit ég ekki hvort það var tilviljun, en þeir gengu úr salnum þegar ræðan mín var búin," segir Dagný og bætir við að málið sé neyðarlegt fyrir Bandaríkjamenn. Að sögn Dagnýjar deila nágrannaþjóðir okkar áhyggjum hennar og annarra af öryggi sjófarenda á Norður-Atlantshafi, enda eiga sjóflutningar eftir að aukast með tíð og tíma, ekki síst með frekari olíu- og gasvinnslu á norðurheimskautssvæðinu. Innlent Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Fulltrúar Bandaríkjanna á ársfundi þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu gengu á dyr eftir ræðu Dagnýjar Jónsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Í ræðunni vakti Dagný athygli á með hvaða hætti Bandaríkjamenn greindu íslenskum stjórnvöldum frá brotthvarfi varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli og staldraði sérstaklega við skamman fyrirvara tilkynningarinnar. Sagði hún að á Íslandi teldust slík vinnubrögð ekki til góðra mannasiða, ekki síst þar sem Íslendingar hefðu verið banda- og stuðningsmenn Bandaríkjamanna í gegnum árin. Dagný tók málið fyrst upp í umræðum nefndar um efnhags-, vísinda-, tækni- og umhverfismál. "Ég tók það upp í umræðum um öryggi orkuflutninga og benti á þá stöðu sem uppi væri í öryggismálum á Norður-Atlantshafi þegar Bandaríkjamenn færu héðan," segir Dagný. Bandaríkjamenn létu engin viðbrögð uppi eftir umræðurnar í nefndinni og vakti það athygli Dagnýjar þar sem þeir sögðu álit sitt á öllum öðrum umræðuefnum. Hún afréð því að taka málið upp að nýju á lokafundinum, en hann sátu fulltrúar allra 56 aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunarinnar. Viðbrögð frá Rússum, Kanadamönnum, Bretum og Norðurlandaþjóðunum létu ekki á sér standa, en enn heyrðist hvorki hósti né stuna frá Bandaríkjamönnum. "Hins vegar veit ég ekki hvort það var tilviljun, en þeir gengu úr salnum þegar ræðan mín var búin," segir Dagný og bætir við að málið sé neyðarlegt fyrir Bandaríkjamenn. Að sögn Dagnýjar deila nágrannaþjóðir okkar áhyggjum hennar og annarra af öryggi sjófarenda á Norður-Atlantshafi, enda eiga sjóflutningar eftir að aukast með tíð og tíma, ekki síst með frekari olíu- og gasvinnslu á norðurheimskautssvæðinu.
Innlent Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira