Gengu út eftir ræðu Dagnýjar 11. júlí 2006 08:00 Dagný Jónsdóttir Fulltrúar Bandaríkjanna á ársfundi þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu gengu á dyr eftir ræðu Dagnýjar Jónsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Í ræðunni vakti Dagný athygli á með hvaða hætti Bandaríkjamenn greindu íslenskum stjórnvöldum frá brotthvarfi varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli og staldraði sérstaklega við skamman fyrirvara tilkynningarinnar. Sagði hún að á Íslandi teldust slík vinnubrögð ekki til góðra mannasiða, ekki síst þar sem Íslendingar hefðu verið banda- og stuðningsmenn Bandaríkjamanna í gegnum árin. Dagný tók málið fyrst upp í umræðum nefndar um efnhags-, vísinda-, tækni- og umhverfismál. "Ég tók það upp í umræðum um öryggi orkuflutninga og benti á þá stöðu sem uppi væri í öryggismálum á Norður-Atlantshafi þegar Bandaríkjamenn færu héðan," segir Dagný. Bandaríkjamenn létu engin viðbrögð uppi eftir umræðurnar í nefndinni og vakti það athygli Dagnýjar þar sem þeir sögðu álit sitt á öllum öðrum umræðuefnum. Hún afréð því að taka málið upp að nýju á lokafundinum, en hann sátu fulltrúar allra 56 aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunarinnar. Viðbrögð frá Rússum, Kanadamönnum, Bretum og Norðurlandaþjóðunum létu ekki á sér standa, en enn heyrðist hvorki hósti né stuna frá Bandaríkjamönnum. "Hins vegar veit ég ekki hvort það var tilviljun, en þeir gengu úr salnum þegar ræðan mín var búin," segir Dagný og bætir við að málið sé neyðarlegt fyrir Bandaríkjamenn. Að sögn Dagnýjar deila nágrannaþjóðir okkar áhyggjum hennar og annarra af öryggi sjófarenda á Norður-Atlantshafi, enda eiga sjóflutningar eftir að aukast með tíð og tíma, ekki síst með frekari olíu- og gasvinnslu á norðurheimskautssvæðinu. Innlent Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Fulltrúar Bandaríkjanna á ársfundi þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu gengu á dyr eftir ræðu Dagnýjar Jónsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Í ræðunni vakti Dagný athygli á með hvaða hætti Bandaríkjamenn greindu íslenskum stjórnvöldum frá brotthvarfi varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli og staldraði sérstaklega við skamman fyrirvara tilkynningarinnar. Sagði hún að á Íslandi teldust slík vinnubrögð ekki til góðra mannasiða, ekki síst þar sem Íslendingar hefðu verið banda- og stuðningsmenn Bandaríkjamanna í gegnum árin. Dagný tók málið fyrst upp í umræðum nefndar um efnhags-, vísinda-, tækni- og umhverfismál. "Ég tók það upp í umræðum um öryggi orkuflutninga og benti á þá stöðu sem uppi væri í öryggismálum á Norður-Atlantshafi þegar Bandaríkjamenn færu héðan," segir Dagný. Bandaríkjamenn létu engin viðbrögð uppi eftir umræðurnar í nefndinni og vakti það athygli Dagnýjar þar sem þeir sögðu álit sitt á öllum öðrum umræðuefnum. Hún afréð því að taka málið upp að nýju á lokafundinum, en hann sátu fulltrúar allra 56 aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunarinnar. Viðbrögð frá Rússum, Kanadamönnum, Bretum og Norðurlandaþjóðunum létu ekki á sér standa, en enn heyrðist hvorki hósti né stuna frá Bandaríkjamönnum. "Hins vegar veit ég ekki hvort það var tilviljun, en þeir gengu úr salnum þegar ræðan mín var búin," segir Dagný og bætir við að málið sé neyðarlegt fyrir Bandaríkjamenn. Að sögn Dagnýjar deila nágrannaþjóðir okkar áhyggjum hennar og annarra af öryggi sjófarenda á Norður-Atlantshafi, enda eiga sjóflutningar eftir að aukast með tíð og tíma, ekki síst með frekari olíu- og gasvinnslu á norðurheimskautssvæðinu.
Innlent Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira