Í kapphlaup um gjafmildi 28. júní 2006 05:00 Bill Gates, eiginkona hans Melinda Gates, og Warren Buffett Þau skýrðu sameiginlega frá rausnarlegri gjöf Buffets til líknarstofnunar Gates-hjónanna á blaðamannafundi um helgina. MYND/AP Rausnarleg gjöf bandaríska auðkýfingsins Warren Buffetts gæti orðið fleiri auðkýfingum fyrirmynd til þess að gefa stóran hluta auðæfa sinna til líknarmála af ýmsu tagi. "Ég er viss um að það er fullt af ungum auðkýfingum sem hafa grætt á tá og fingri og fylgjast vel með þessu," sagði Diana Aviv, forseti og framkvæmdastjóri samtakanna Independent Sector, sem er bandalag um það bil 550 líknarstofnana og fyrirtækja í Bandaríkjunum sem stunda það skipulega að gefa fé til líknarmála. Gates-stofnunin er innan vébanda þessara samtaka. "Þessir viðskiptaleiðtogar eru átrúnaðargoð margra," segir Aviv og nefnir einnig til sögunnar fleiri gjafmilda auðkýfinga á borð við Andrew Carnegie, John D. Rockefeller og W.K.K. Kellogg. Buffett er talinn vera næstríkasti maður heims. Hann skýrði frá því á sunnudaginn að hann ætli sér að gefa 1,5 milljarða dali á ári til Gates-stofnunarinnar, en sú upphæð samsvarar um það bil 114 milljörðum íslenskra króna. Á mánudaginn skýrði Buffett svo frá því að hann myndi ekki láta nema lítinn hlut auðæfa sinna renna í arf til barna sinna, og gaf þá skýringu að hann væri ekkert sérstaklega mikið fyrir fjölskylduauðæfi, "ekki síst þegar hinn kosturinn eru sex milljónir manna," sem geta notið góðs af fénu. Þeir Buffett og Bill Gates kynntust fyrir rúmlega áratug og hittast reglulega til að spila brids. Með framlagi Buffets nánast tvöfaldast framlag Gates-stofnunarinnar til líknarmála á ári. Sérstaka athygli hefur vakið að Buffett gerir enga kröfu um að nafn sitt sé á neinn hátt tengt þeim gjafaverkefnum, sem fé hans verður notað í. "Þegar svona mikið fé er til að spila úr hafa gefendurnir oftast farið þá leið að gera þetta sjálfir, og hafa sjálfir umsjón með hlutunum," segir Doug Bauer, en hann er aðstoðarforseti ráðgjafastofnunarinnar Rockefeller Philanthropy Advisors í New York. Sú stofnun veitir einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum aðstoð við að skipuleggja gjafastarfsemi.Bauer segist vonast til þess að gjöf Buffetts verði öðrum auðkýfingum hvatning til þess að taka saman höndum frekar en að vinna hver í sínu lagi að sömu markmiðunum. Erlent Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Rausnarleg gjöf bandaríska auðkýfingsins Warren Buffetts gæti orðið fleiri auðkýfingum fyrirmynd til þess að gefa stóran hluta auðæfa sinna til líknarmála af ýmsu tagi. "Ég er viss um að það er fullt af ungum auðkýfingum sem hafa grætt á tá og fingri og fylgjast vel með þessu," sagði Diana Aviv, forseti og framkvæmdastjóri samtakanna Independent Sector, sem er bandalag um það bil 550 líknarstofnana og fyrirtækja í Bandaríkjunum sem stunda það skipulega að gefa fé til líknarmála. Gates-stofnunin er innan vébanda þessara samtaka. "Þessir viðskiptaleiðtogar eru átrúnaðargoð margra," segir Aviv og nefnir einnig til sögunnar fleiri gjafmilda auðkýfinga á borð við Andrew Carnegie, John D. Rockefeller og W.K.K. Kellogg. Buffett er talinn vera næstríkasti maður heims. Hann skýrði frá því á sunnudaginn að hann ætli sér að gefa 1,5 milljarða dali á ári til Gates-stofnunarinnar, en sú upphæð samsvarar um það bil 114 milljörðum íslenskra króna. Á mánudaginn skýrði Buffett svo frá því að hann myndi ekki láta nema lítinn hlut auðæfa sinna renna í arf til barna sinna, og gaf þá skýringu að hann væri ekkert sérstaklega mikið fyrir fjölskylduauðæfi, "ekki síst þegar hinn kosturinn eru sex milljónir manna," sem geta notið góðs af fénu. Þeir Buffett og Bill Gates kynntust fyrir rúmlega áratug og hittast reglulega til að spila brids. Með framlagi Buffets nánast tvöfaldast framlag Gates-stofnunarinnar til líknarmála á ári. Sérstaka athygli hefur vakið að Buffett gerir enga kröfu um að nafn sitt sé á neinn hátt tengt þeim gjafaverkefnum, sem fé hans verður notað í. "Þegar svona mikið fé er til að spila úr hafa gefendurnir oftast farið þá leið að gera þetta sjálfir, og hafa sjálfir umsjón með hlutunum," segir Doug Bauer, en hann er aðstoðarforseti ráðgjafastofnunarinnar Rockefeller Philanthropy Advisors í New York. Sú stofnun veitir einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum aðstoð við að skipuleggja gjafastarfsemi.Bauer segist vonast til þess að gjöf Buffetts verði öðrum auðkýfingum hvatning til þess að taka saman höndum frekar en að vinna hver í sínu lagi að sömu markmiðunum.
Erlent Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira