Erlent

Líkt við örkina hans Nóa

Svalbarðsstrandarhreppur nýbyggingNýbygging í Vaðlaheiði Ásókn í byggingarlóðir undir frístunda- og einbýlishús, með yfirsýn yfir Akureyri, hefur vaxið mjög að undanförnu í Svalbarðsstrandarhreppi.
Svalbarðsstrandarhreppur nýbyggingNýbygging í Vaðlaheiði Ásókn í byggingarlóðir undir frístunda- og einbýlishús, með yfirsýn yfir Akureyri, hefur vaxið mjög að undanförnu í Svalbarðsstrandarhreppi.

Norðmenn eru byrjaðir að byggja eins konar dómsdagsbyrgi, sem grafið verður inn í frosnar fjallshlíðar Svalbarða, og á að geyma plöntufræ hvaðanæva að úr veröldinni til að hægt sé að hefja ræktun á ný ef stórslys á borð við miklar loftslagsbreytingar eða kjarnorkustríð skyldi stefna uppskeru á jörðinni í hættu. Þetta hljómar kannski eins og eitthvað úr vísindaskáldsögu en Norðmönnum er fúlasta alvara með þessu byrgi sem hefur verið líkt við örkina hans Nóa.

Byrgið á að geyma fræ úr allt að þremur milljónum plöntutegunda og eru þau geymd á þann hátt að þau ættu að endast í hundruð eða þúsundir ára. Áætlað er að byrgið verði opnað í september 2007 og verður byrjað að taka við fræjum til geymslu stuttu seinna.

Þegar er búið að reisa um 1.400 svipuð byrgi víðs vegar um heiminn en flest þeirra geyma aðeins sýni úr uppskerum þess lands sem þau eru í. Telur landbúnaðarráðherra Noregs að það skapi aukið öryggi að hafa aukaeintak af fræjum alls staðar úr heiminum í Svalbarðabyrginu. Staðsetning byrgisins og sífrerinn á Svalbarða henti vel til þess að verja fræin og viðhalda uppbyggingu þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×