Erlent

Discovery út í geiminn 1. júlí

Bandaríska geimferðastofnunin NASA ákvað á laugardag að skjóta skyldi geimferjunni Discovery út í geim þann 1. júlí næstkomandi. Ákvörðunin er tekin þvert á ráðleggingar sérfræðinga sem segja stofnunina ekki fyllilega hafa leyst þau vandamál sem urðu til þess að geimferjan Columbia fórst árið 2003 með þeim afleiðingum að sjö geimfarar fórust.

Í fyrra var óttast um afdrif Discovery þegar einangrun rifnaði af henni líkst og gerðist með Columbia, og hefur geimferju ekki verið skotið á loft í Bandaríkjunum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×