Erlent

Löglegt á ný að selja byssur

Byssur til sölu Borgaryfirvöld í San Francisco mega ekki banna skammbyssusölu.
Byssur til sölu Borgaryfirvöld í San Francisco mega ekki banna skammbyssusölu. MYND/Nordicphotos/afp

Dómari í Kaliforníu hefur komist að því að lögbann á sölu skammbyssna, sem samþykkt var af 58 prósentum borgarbúa í San Francisco í nóvember, standist ekki nánari skoðun. Löggjöf Kaliforníuríkis leyfir sölu vopnanna og borgin má ekki banna það sem fylkið leyfir.

Dómarinn féllst þar með á rök Rifflasambandsins (NRA) en forvígismenn þess stefndu borginni daginn eftir að lögbannið var samþykkt.

Forsvarsmenn NRA fögnuðu úrskurðinum og sögðu að dómarinn "viðurkenndi að löghlýðnir skotvopnaeigendur ... eru hluti af lausninni, ekki vandanum." Borgaryfirvöld íhuga nú hvort úrskurðinum verði áfrýjað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×