Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa hvatt leiðtoga þjóða Evrópusambandsins til að taka höndum saman gegn ólöglegum fangaflutningum og pyntingum CIA á grunuðum hryðjuverkamönnum.
Að sögn Amnesty hafa sjö Evrópuríki, þar á meðal Þýskaland, Bretland og Ítalía, tekið þátt í handtökum og flutningi grunaðra manna til svæða þar sem pyntingar eru stundaðar. Þá sakar Amnesty einnig Bretland um þátttöku í ráni á tveimur mönnum sem sakaðir um að starfa með al-Kaída.