Aftur ráðist á þinghúsið í Palestínu 15. júní 2006 07:00 Frá mótmælunum í gær Þriðjungur þjóðarinnar hefur verið launalaus síðan í febrúar og kennir Hamas um ástandið. MYND/afp "Við erum hungruð! Burt með Haniyek!" hrópuðu mótmælendur við þinghús Palestínu í gær, en Hamas-stjórnin, með Ísmael Haniyek í forsæti, hefur ekki greitt út laun síðan í febrúar. Þriðjungur þjóðarinnar er á launum frá heimastjórninni og neyðin því mikil. Vesturveldin hafa að mestu skrúfað fyrir beina fjárhagsaðstoð til heimastjórnarinnar og erfitt er fyrir önnur ríki að koma til hjálpar því Bandaríkin hafa hótað bankastofnunum refsiaðgerðum, aðstoði þau við fjármagnsflutninga til Palestínu. Sú aðstoð yrði álitin aðstoð við hryðjuverkasamtök. Heimastjórnin segist vera búin að safna um sextíu milljónum dala í neyðaraðstoð frá erlendum ríkjum en féð kemst ekki til landsins vegna bankabannsins. Í gær var utanríkisráðherra Palestínu, Mahmoud Zahar, stöðvaður á flugvellinum á Gaza-svæðinu með fulla ferðatösku af peningum. Hann mun hafa safnað þeim erlendis á ferðalagi og ætlað að smygla þeim inn í landið. Það voru menn hliðhollir Fatah-hreyfingunni og forseta landsins, Mahmoud Abbas, sem gættu flugvallarins og stöðvuðu utanríkisráðherrann. Hann var með um 800.000 Bandaríkjadali í töskunni, rúmar sextíu milljónir króna. Ekki var útséð hvort fénu yrði skilað áfram til heimastjórnarinnar, en rígur og ósætti einkenna samlíf þessara tveggja hreyfinga, Fatah og Hamas. Mótmælin í gær benda síst til að hreyfingarnar séu að nálgast nokkra málamiðlun, því mótmælendurnir, sem hrópuðu ókvæðisorð að Hamas-stjórninni, voru sagðir Fatah-liðar, en fyrr í vikunni fóru þeir einnig hamförum í Ramallah og settu eld að þinginu þar. Að auki var Hamas-liði skotinn til bana á Gaza-svæðinu í vikunni, líklega af Fatah-mönnum. Þrátt fyrir allt eru viðræður í gangi milli forvígismanna hreyfinganna og er meðal annars tekist á um stofnun palestínska ríkisins og viðurkenningu á tilvistarrétti Ísraelsríkis. Langt mun þó í land, því fylkingarnar eru á öndverðum meiði hvað varðar Ísrael. Hamas-samtökin vilja hvorki meira né minna en "algjöra útrýmingu" Ísraelsríkis, meðan Fatah hafa lýst sig tilbúin til viðræðna við nágrannaríkið, sem í vikunni gerði "fyrirbyggjandi" loftárás á Gaza-svæðið. Erlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
"Við erum hungruð! Burt með Haniyek!" hrópuðu mótmælendur við þinghús Palestínu í gær, en Hamas-stjórnin, með Ísmael Haniyek í forsæti, hefur ekki greitt út laun síðan í febrúar. Þriðjungur þjóðarinnar er á launum frá heimastjórninni og neyðin því mikil. Vesturveldin hafa að mestu skrúfað fyrir beina fjárhagsaðstoð til heimastjórnarinnar og erfitt er fyrir önnur ríki að koma til hjálpar því Bandaríkin hafa hótað bankastofnunum refsiaðgerðum, aðstoði þau við fjármagnsflutninga til Palestínu. Sú aðstoð yrði álitin aðstoð við hryðjuverkasamtök. Heimastjórnin segist vera búin að safna um sextíu milljónum dala í neyðaraðstoð frá erlendum ríkjum en féð kemst ekki til landsins vegna bankabannsins. Í gær var utanríkisráðherra Palestínu, Mahmoud Zahar, stöðvaður á flugvellinum á Gaza-svæðinu með fulla ferðatösku af peningum. Hann mun hafa safnað þeim erlendis á ferðalagi og ætlað að smygla þeim inn í landið. Það voru menn hliðhollir Fatah-hreyfingunni og forseta landsins, Mahmoud Abbas, sem gættu flugvallarins og stöðvuðu utanríkisráðherrann. Hann var með um 800.000 Bandaríkjadali í töskunni, rúmar sextíu milljónir króna. Ekki var útséð hvort fénu yrði skilað áfram til heimastjórnarinnar, en rígur og ósætti einkenna samlíf þessara tveggja hreyfinga, Fatah og Hamas. Mótmælin í gær benda síst til að hreyfingarnar séu að nálgast nokkra málamiðlun, því mótmælendurnir, sem hrópuðu ókvæðisorð að Hamas-stjórninni, voru sagðir Fatah-liðar, en fyrr í vikunni fóru þeir einnig hamförum í Ramallah og settu eld að þinginu þar. Að auki var Hamas-liði skotinn til bana á Gaza-svæðinu í vikunni, líklega af Fatah-mönnum. Þrátt fyrir allt eru viðræður í gangi milli forvígismanna hreyfinganna og er meðal annars tekist á um stofnun palestínska ríkisins og viðurkenningu á tilvistarrétti Ísraelsríkis. Langt mun þó í land, því fylkingarnar eru á öndverðum meiði hvað varðar Ísrael. Hamas-samtökin vilja hvorki meira né minna en "algjöra útrýmingu" Ísraelsríkis, meðan Fatah hafa lýst sig tilbúin til viðræðna við nágrannaríkið, sem í vikunni gerði "fyrirbyggjandi" loftárás á Gaza-svæðið.
Erlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira