Erlent

Upplýst um yfirheyrsluaðferðir

Pentagon Varnarmálaráðuneytið ætlar nú að svipta hulunni af yfirheyrslutækni sinni.
Pentagon Varnarmálaráðuneytið ætlar nú að svipta hulunni af yfirheyrslutækni sinni. MYND/Nordicphotos/afp

Bandaríska varnarmálaráðuneytið ætlar að láta undan miklum þrýstingi frá bandarískum þingmönnum og mannréttindasamtökum og svipta alveg hulunni af tilsögn um hvernig skuli staðið að yfirheyrslum.

Leiðbeiningarnar áttu að vera trúnaðarmál í annars opinberri leiðbeiningabók til hermanna og taldi varnarmálaráðuneytið ótækt að birta reglurnar því það auðveldaði óvininum að bregðast við og búa sig undir yfirheyrslu.

Talið er að nú verði einhverjum aðferðum úthýst úr reglugerðinni og fagna mannréttindasamtök því að reglurnar verði gagnsæjar og skýrar, en það hefur verið umkvörtun hermanna að vita ekki nákvæmlega hvernig að málum skuli staðið í yfirheyrslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×