Erlent

Færir liðinu gæfu

Hundurinn Rommel
Hundurinn Rommel

Lukkudýr japanska knattspyrnulandsliðsins er kannski krúttlegt, en nafnið á því vekur sannarlega upp spurningar. Þessi tíu ára hundur ber nafnið Rommel, en hann er ekki fyrstur í sögunni til að bera þetta nafn, því nafni hans er þýski nasistaforinginn Erwin Rommel.

Japanska landsliðið telur Rommel færa sér gæfu, en það hafði unnið síðustu átján leiki sína, enda hafði hundurinn verið viðstaddur þá. En velgengnin var úti í fyrradag þegar liðið tapaði 1-3 fyrir Ástralíu í heimsmeistarakeppninni. Rommel er kominn til ára sinna og verður þetta seinasta keppnin hans sem lukkudýr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×