Erlent

Karl Rove ekki ákærður

Bush og Rove Rove þykir hafa lagt drögin að kosningasigri Bush 2004.
Bush og Rove Rove þykir hafa lagt drögin að kosningasigri Bush 2004.

Einn helsti ráðunautur Hvíta hússins, Karl Rove, fékk í fyrradag að vita að ekki verða lagðar fram ákærur gegn honum vegna aðildar hans að leka á nafni leyniþjónustumanns. Fyrrverandi starfsmannastjóri Dick Cheney varaforseta, Lewis Libby, hefur verið ákærður vegna málsins.

Nokkrir hátt settir starfsmenn Hvíta hússins voru sakaðir um að hafa lekið nafni njósnarans Valerie Plame í hefndarskyni vegna gagnrýni eiginmanns hennar á aðgerðir Bandaríkjanna í Írak. Demókratar fagna ekki málalyktum, en Rove hefur verið kallaður "heilinn á bak við Bush."-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×