Baráttan um völdin á Valbjarnarvelli 3. júní 2006 11:00 Valur - Breiðablik í Landsbankadeild kvenna sumar 2005 Í dag klukkan 16 taka Valsstúlkur á móti stöllum sínum frá Kópavogi þegar Breiðablik mætir í heimsókn á Valbjarnarvöllinn. Liðin eru í efsta sæti Landsbankadeildarinnar og má því búast við hörkuleik. "Leikurinn leggst mjög vel í mig, maður er í þessu fyrir svona stórleiki en ég held að þetta verði fyrst og fremst baráttuleikur. Það má segja að þetta sé barátta um völdin þar sem þetta eru tvö efstu liðin og spurning um það hvort liðið heldur efsta sætinu," segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Valsstúlkna, fyrir leikinn. Margir vilja meina að með þróun kvennaknattspyrnunnar, sé þetta annar af tveimur úrslitaleikjum Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn. "Ég er nú ekki sammála því, ég held að það eigi meira eftir að gerast í þessu móti. Ég held að KR-stúlkur hafi ekki sungið sitt síðasta og ég er pottþétt á því að þær eiga eftir að hrifsa stig af okkur toppliðunum. Það kemur mér á óvart hversu illa þær hafa byrjað mótið og það er út í hött að þær séu í þessari stöðu. Þær eru með gott lið og það er alveg ljóst að þær eiga eftir að þokast upp töfluna," sagði Elísabet en KR er aðeins með þrjú stig eftir þrjá leiki. Í byrjunarliði Vals í dag verður þýska stúlkan Viola Oderbrecht, en hún á að baki 30 leiki fyrir þýska landsliðið. "Mér líst rosalega vel á hana, hún er að koma sterk inn. Við gerum miklar væntingar til hennar en það er ákveðin áhætta að setja hana strax inn í svona leik. Hún er frábær leikmaður en maður veit ekki hvernig það kemur út að setja hana svona strax inn," sagði Elísabet um landsliðskonuna, en þjálfarinn er hvergi banginn fyrir leikinn. "Við getum alveg unnið þetta Blikalið, á góðum degi í það minnsta. Það er þó ekkert mikið á milli þessara liða og eins og staðan er núna eru þetta tvö sterkustu liðin í deildinni. Vonandi verður þetta skemmtilegur og spennandi leikur og ég á ekki von á neinu öðru," sagði Elísabet að lokum. Íþróttir Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sjá meira
Í dag klukkan 16 taka Valsstúlkur á móti stöllum sínum frá Kópavogi þegar Breiðablik mætir í heimsókn á Valbjarnarvöllinn. Liðin eru í efsta sæti Landsbankadeildarinnar og má því búast við hörkuleik. "Leikurinn leggst mjög vel í mig, maður er í þessu fyrir svona stórleiki en ég held að þetta verði fyrst og fremst baráttuleikur. Það má segja að þetta sé barátta um völdin þar sem þetta eru tvö efstu liðin og spurning um það hvort liðið heldur efsta sætinu," segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Valsstúlkna, fyrir leikinn. Margir vilja meina að með þróun kvennaknattspyrnunnar, sé þetta annar af tveimur úrslitaleikjum Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn. "Ég er nú ekki sammála því, ég held að það eigi meira eftir að gerast í þessu móti. Ég held að KR-stúlkur hafi ekki sungið sitt síðasta og ég er pottþétt á því að þær eiga eftir að hrifsa stig af okkur toppliðunum. Það kemur mér á óvart hversu illa þær hafa byrjað mótið og það er út í hött að þær séu í þessari stöðu. Þær eru með gott lið og það er alveg ljóst að þær eiga eftir að þokast upp töfluna," sagði Elísabet en KR er aðeins með þrjú stig eftir þrjá leiki. Í byrjunarliði Vals í dag verður þýska stúlkan Viola Oderbrecht, en hún á að baki 30 leiki fyrir þýska landsliðið. "Mér líst rosalega vel á hana, hún er að koma sterk inn. Við gerum miklar væntingar til hennar en það er ákveðin áhætta að setja hana strax inn í svona leik. Hún er frábær leikmaður en maður veit ekki hvernig það kemur út að setja hana svona strax inn," sagði Elísabet um landsliðskonuna, en þjálfarinn er hvergi banginn fyrir leikinn. "Við getum alveg unnið þetta Blikalið, á góðum degi í það minnsta. Það er þó ekkert mikið á milli þessara liða og eins og staðan er núna eru þetta tvö sterkustu liðin í deildinni. Vonandi verður þetta skemmtilegur og spennandi leikur og ég á ekki von á neinu öðru," sagði Elísabet að lokum.
Íþróttir Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sjá meira