Baráttan um völdin á Valbjarnarvelli 3. júní 2006 11:00 Valur - Breiðablik í Landsbankadeild kvenna sumar 2005 Í dag klukkan 16 taka Valsstúlkur á móti stöllum sínum frá Kópavogi þegar Breiðablik mætir í heimsókn á Valbjarnarvöllinn. Liðin eru í efsta sæti Landsbankadeildarinnar og má því búast við hörkuleik. "Leikurinn leggst mjög vel í mig, maður er í þessu fyrir svona stórleiki en ég held að þetta verði fyrst og fremst baráttuleikur. Það má segja að þetta sé barátta um völdin þar sem þetta eru tvö efstu liðin og spurning um það hvort liðið heldur efsta sætinu," segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Valsstúlkna, fyrir leikinn. Margir vilja meina að með þróun kvennaknattspyrnunnar, sé þetta annar af tveimur úrslitaleikjum Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn. "Ég er nú ekki sammála því, ég held að það eigi meira eftir að gerast í þessu móti. Ég held að KR-stúlkur hafi ekki sungið sitt síðasta og ég er pottþétt á því að þær eiga eftir að hrifsa stig af okkur toppliðunum. Það kemur mér á óvart hversu illa þær hafa byrjað mótið og það er út í hött að þær séu í þessari stöðu. Þær eru með gott lið og það er alveg ljóst að þær eiga eftir að þokast upp töfluna," sagði Elísabet en KR er aðeins með þrjú stig eftir þrjá leiki. Í byrjunarliði Vals í dag verður þýska stúlkan Viola Oderbrecht, en hún á að baki 30 leiki fyrir þýska landsliðið. "Mér líst rosalega vel á hana, hún er að koma sterk inn. Við gerum miklar væntingar til hennar en það er ákveðin áhætta að setja hana strax inn í svona leik. Hún er frábær leikmaður en maður veit ekki hvernig það kemur út að setja hana svona strax inn," sagði Elísabet um landsliðskonuna, en þjálfarinn er hvergi banginn fyrir leikinn. "Við getum alveg unnið þetta Blikalið, á góðum degi í það minnsta. Það er þó ekkert mikið á milli þessara liða og eins og staðan er núna eru þetta tvö sterkustu liðin í deildinni. Vonandi verður þetta skemmtilegur og spennandi leikur og ég á ekki von á neinu öðru," sagði Elísabet að lokum. Íþróttir Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Fótbolti Fleiri fréttir Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Draumur Kansas City dó í Buffalo Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Dagskráin í dag: Þjóðadeildin og Lögmál leiksins Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sjá meira
Í dag klukkan 16 taka Valsstúlkur á móti stöllum sínum frá Kópavogi þegar Breiðablik mætir í heimsókn á Valbjarnarvöllinn. Liðin eru í efsta sæti Landsbankadeildarinnar og má því búast við hörkuleik. "Leikurinn leggst mjög vel í mig, maður er í þessu fyrir svona stórleiki en ég held að þetta verði fyrst og fremst baráttuleikur. Það má segja að þetta sé barátta um völdin þar sem þetta eru tvö efstu liðin og spurning um það hvort liðið heldur efsta sætinu," segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Valsstúlkna, fyrir leikinn. Margir vilja meina að með þróun kvennaknattspyrnunnar, sé þetta annar af tveimur úrslitaleikjum Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn. "Ég er nú ekki sammála því, ég held að það eigi meira eftir að gerast í þessu móti. Ég held að KR-stúlkur hafi ekki sungið sitt síðasta og ég er pottþétt á því að þær eiga eftir að hrifsa stig af okkur toppliðunum. Það kemur mér á óvart hversu illa þær hafa byrjað mótið og það er út í hött að þær séu í þessari stöðu. Þær eru með gott lið og það er alveg ljóst að þær eiga eftir að þokast upp töfluna," sagði Elísabet en KR er aðeins með þrjú stig eftir þrjá leiki. Í byrjunarliði Vals í dag verður þýska stúlkan Viola Oderbrecht, en hún á að baki 30 leiki fyrir þýska landsliðið. "Mér líst rosalega vel á hana, hún er að koma sterk inn. Við gerum miklar væntingar til hennar en það er ákveðin áhætta að setja hana strax inn í svona leik. Hún er frábær leikmaður en maður veit ekki hvernig það kemur út að setja hana svona strax inn," sagði Elísabet um landsliðskonuna, en þjálfarinn er hvergi banginn fyrir leikinn. "Við getum alveg unnið þetta Blikalið, á góðum degi í það minnsta. Það er þó ekkert mikið á milli þessara liða og eins og staðan er núna eru þetta tvö sterkustu liðin í deildinni. Vonandi verður þetta skemmtilegur og spennandi leikur og ég á ekki von á neinu öðru," sagði Elísabet að lokum.
Íþróttir Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Fótbolti Fleiri fréttir Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Draumur Kansas City dó í Buffalo Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Dagskráin í dag: Þjóðadeildin og Lögmál leiksins Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sjá meira