Spilar knattspyrnu með Þór í sumar 2. júní 2006 00:01 Heiðmar Felixson Heiðmar Felixson er ekkert á því að taka sér sumarfrí frá atvinnumennskunni í handboltanum en hann leikur með þýska liðinu Hannover-Burgdorf. Heiðmar er kominn hingað til lands og auk þess að starfa í lögreglunni á Dalvík spilar hann knattspyrnu með Þór í 1. deildinni í sumar. "Maður hefur fótboltann í sér líka, ég fer þetta á stærðinni og hraðanum. Ég hef nánast aldrei hætt í fótbolta en það eru komin þrjú ár síðan ég var síðast í honum á fullu. Ég hlakka mikið til sumarsins með Þór og líst vel á þetta," sagði Heiðmar, en hann spilaði sinn fyrsta leik á miðvikudaginn þegar Þór vann Tindastól í VISA bikarnum, 6-1. Heiðmar skoraði eitt mark og lagði auk þess upp tvö. Framtíð hans í handboltanum er öllu óskýrari en lið hans var á barmi gjaldþrots og leit út fyrir að allir leikmenn þyrftu að fara frá liðinu. "Þetta lítur betur út núna, það eru komnir góðir peningar inn í klúbbinn en við missum reyndar Robertas Pauzuolis, okkar besta mann. Ég veit að ég get verið þarna áfram eins lengi og ég vil en hugurinn er farinn að stefna heim. Ég geri þó fastlega ráð fyrir því að ég klári þetta tímabil og komi síðan heim, enda á ég eitt ár eftir af samningnum. Ætli ég komi þá ekki heim og fari í fótboltann," sagði Heiðmar léttur í bragði en hann staðfesti að hann hefði talað við handknattleiksdeildir sinna gömlu liða, KA og Þórs. Heiðmar er orðinn víðfrægur fyrir heimasíðu sína Heiðmar.de, sem hefur vakið athygli fyrir léttleika og skemmtilegheit og ber jafnan á góma samkeppni á milli hans og hins dýnamíska Loga Geirssonar, sem heldur uppi heimasíðunni logi-geirsson.de. "Ég er miklu betri en Logi! Neinei, við erum báðir góðir en síðurnar eru ekkert svipaðar," sagði Heiðmar, sem er með þrjá menn í því að uppfæra heimasíðuna, en uppstilltar myndir af honum hafa vakið hvað mesta lukku á síðunni. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Heiðmar Felixson er ekkert á því að taka sér sumarfrí frá atvinnumennskunni í handboltanum en hann leikur með þýska liðinu Hannover-Burgdorf. Heiðmar er kominn hingað til lands og auk þess að starfa í lögreglunni á Dalvík spilar hann knattspyrnu með Þór í 1. deildinni í sumar. "Maður hefur fótboltann í sér líka, ég fer þetta á stærðinni og hraðanum. Ég hef nánast aldrei hætt í fótbolta en það eru komin þrjú ár síðan ég var síðast í honum á fullu. Ég hlakka mikið til sumarsins með Þór og líst vel á þetta," sagði Heiðmar, en hann spilaði sinn fyrsta leik á miðvikudaginn þegar Þór vann Tindastól í VISA bikarnum, 6-1. Heiðmar skoraði eitt mark og lagði auk þess upp tvö. Framtíð hans í handboltanum er öllu óskýrari en lið hans var á barmi gjaldþrots og leit út fyrir að allir leikmenn þyrftu að fara frá liðinu. "Þetta lítur betur út núna, það eru komnir góðir peningar inn í klúbbinn en við missum reyndar Robertas Pauzuolis, okkar besta mann. Ég veit að ég get verið þarna áfram eins lengi og ég vil en hugurinn er farinn að stefna heim. Ég geri þó fastlega ráð fyrir því að ég klári þetta tímabil og komi síðan heim, enda á ég eitt ár eftir af samningnum. Ætli ég komi þá ekki heim og fari í fótboltann," sagði Heiðmar léttur í bragði en hann staðfesti að hann hefði talað við handknattleiksdeildir sinna gömlu liða, KA og Þórs. Heiðmar er orðinn víðfrægur fyrir heimasíðu sína Heiðmar.de, sem hefur vakið athygli fyrir léttleika og skemmtilegheit og ber jafnan á góma samkeppni á milli hans og hins dýnamíska Loga Geirssonar, sem heldur uppi heimasíðunni logi-geirsson.de. "Ég er miklu betri en Logi! Neinei, við erum báðir góðir en síðurnar eru ekkert svipaðar," sagði Heiðmar, sem er með þrjá menn í því að uppfæra heimasíðuna, en uppstilltar myndir af honum hafa vakið hvað mesta lukku á síðunni.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira