Erlent

Yfirborð sjávar hækkar hratt

Hollensk strönd Hollendingar búa sig nú undir 15 til 35 sentimetra hækkun á yfirborði sjávar á næstu fjórum áratugunum.
Hollensk strönd Hollendingar búa sig nú undir 15 til 35 sentimetra hækkun á yfirborði sjávar á næstu fjórum áratugunum. MYND/ap

Hollendingar verða að bregðast við hlýnun loftslags, og það fljótt, því þeir eiga von á því að yfirborð sjávar hækki um allt að 35 sentimetra fyrir árið 2050, samkvæmt skýrslu veðurstofu Hollands sem birt var í vikunni.

Jafnframt er líklegt að veturnir verði mun votviðrasamari en hingað til. Þar sem 60 prósent alls lands í Hollandi er undir sjávarmáli geta Hollendingar ekki virt hættuna að vettugi, að sögn Melanie Schultz van Haegen, ráðherra samgöngu- og vatnsmála. Hún bætti við að engin aðkallandi hætta steðjaði þó að stíflugörðum eða síkjum landsins.


Tengdar fréttir

Berir hermenn á skotæfingu

Svíþjóð Hörð gagnrýni hefur komið fram í kjölfarið á sjónvarpsþættinum Uppdrag Granskning í Svíþjóð síðustu daga þar sem sýnt er myndband með nöktum hermönnum á skotæfingum með sprengjuvörpu. Hermennirnir liggja í grasinu með sprengjuvörpuna í fanginu og svo heyrist þegar þeir brenna sig á henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×