Svikarar bjóða milljónir 12. október 2005 00:01 Fjársvikamenn um allan heim beita sífellt lævísari leiðum til að lokka fólk til að láta fé af hendi gegn loforði um ofsagróða. Bréf með tilboðum um háar fjárhæðir gegn því að viðkomandi gefi upp persónuupplýsingar og jafnvel kreditkortanúmer eru ein leiðin sem svikararnir nota. Eitt slíkt bréf barst inn um bréfalúgu fréttamanns í gærkvöld. Það hafði verið sent frá Hollandi til Íslands, svo á þriggja ára gamalt heimilisfang á Ítalíu, svo inn í Kópavog, uns það rataði á áfangastað í Breiðholtinu. Eins gott, því bréfið var tilkynning um lottóvinning upp á fjögurhundruð og fimmtán þúsund átta hundruð og tíu evrur, jafngildi rúmlega þrjátíu milljóna króna. Það þarf bara að senda upplýsingar um bankareikning og ljósrit af skilríkjum fyrir þrítugasta október. Þvílík heppni, gæti einhver sagt. En þegar hringt var í umboðsmann lóttóvinningsins kom hins vegar í ljós að senda þurfti persónuupplýsingar og kortanúmer til hans svo hann gæti sent til baka ávísunina stóru. Þegar umboðsmaðurinn var svo spurður um hvort ekki væri hægt að senda ávísunina beint eða að sækja hana, sagði hann málið vandast nokkuð. Því þar með væri hann ekki lengur umboðsmaður viðkomandi og lottóvinningurinn hjá hollenska ríkislottóinu þar með fyrir bí. Þar hafði hins vegar enginn heyrt um þetta fyrirtæki, hvað þá þetta alþjóðlega lotterí sem vitnað er til í bréfinu.Það er því ekki að ástæðulausu sem lögregla varar fólk við að taka slíkum boðum sem sannleik. > Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Fjársvikamenn um allan heim beita sífellt lævísari leiðum til að lokka fólk til að láta fé af hendi gegn loforði um ofsagróða. Bréf með tilboðum um háar fjárhæðir gegn því að viðkomandi gefi upp persónuupplýsingar og jafnvel kreditkortanúmer eru ein leiðin sem svikararnir nota. Eitt slíkt bréf barst inn um bréfalúgu fréttamanns í gærkvöld. Það hafði verið sent frá Hollandi til Íslands, svo á þriggja ára gamalt heimilisfang á Ítalíu, svo inn í Kópavog, uns það rataði á áfangastað í Breiðholtinu. Eins gott, því bréfið var tilkynning um lottóvinning upp á fjögurhundruð og fimmtán þúsund átta hundruð og tíu evrur, jafngildi rúmlega þrjátíu milljóna króna. Það þarf bara að senda upplýsingar um bankareikning og ljósrit af skilríkjum fyrir þrítugasta október. Þvílík heppni, gæti einhver sagt. En þegar hringt var í umboðsmann lóttóvinningsins kom hins vegar í ljós að senda þurfti persónuupplýsingar og kortanúmer til hans svo hann gæti sent til baka ávísunina stóru. Þegar umboðsmaðurinn var svo spurður um hvort ekki væri hægt að senda ávísunina beint eða að sækja hana, sagði hann málið vandast nokkuð. Því þar með væri hann ekki lengur umboðsmaður viðkomandi og lottóvinningurinn hjá hollenska ríkislottóinu þar með fyrir bí. Þar hafði hins vegar enginn heyrt um þetta fyrirtæki, hvað þá þetta alþjóðlega lotterí sem vitnað er til í bréfinu.Það er því ekki að ástæðulausu sem lögregla varar fólk við að taka slíkum boðum sem sannleik. >
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira