Vandræðagemlingurinn Ron Artest hjá Indiana Pacers verður hjá liðinu fram yfir hátíðar, en forráðamenn félagsins segjast bjartsýnir á að geta skipt honum í burtu strax eftir jól. Artest er sagður hafa dregið kröfu sína um að verða skipt frá liðinu til baka, en þolinmæði Indiana er einfaldlega á þrotum og víst þykir að hann hafi spilað sinn síðasta leik með liðinu.
Lið Denver Nuggets er talið hvað líklegast til að hreppa Artest eins og staðan er í dag og orðrómurinn segir að Denver muni bjóða þá Nene og Earl Watson í staðinn fyrir Artest og Anthony Johnson frá Indiana. Líklega þyrftu þó einhver fleiri lið að koma inn í myndina til að dæmið gengi upp.