Rússneski framherjinn Andrei Kirilenko hjá Utah Jazz lék spilaði ekki með liði sínu í nótt vegna bakmeiðsla sem hann hlaut í leik gegn Milwaukee í byrjun vikunnar og verður væntanlega ekki með liðinu í næstu leikjum. Lið Utah hefur verið einstaklega óheppið með meiðsli í vetur sem og í fyrravetur, en meiðslalisti liðsins hefur verið langur síðan í fyrra haust.
Kirilenko missti af helmingi leikja liðsins í fyrra vegna handar- og fótameiðsla og hefur þegar misst úr tíu leiki á þessu tímabili vegna meiðsla. Þá hefur stiga- og frákastahæsti leikmaður liðsins í fyrra, Carlos Boozer, enn ekki spilað leik með liðinu á þessu tímabili vegna meiðsla á læri.