Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann á fimmtugsaldri í 14 mánaða fangelsi fyrir að framleiða amfetamín í Kópavogi og fyrir fleiri brot, meðal annars fyrir að hóta fólki öllu illu og að ráðast á lækni fyrr á árinu. Eftir þann verknað hefur maðurinn dvalið á réttargeðdeildinni að Sogni. Annar yngri maður var dæmdur í leiðinni fyrir þátttöku í amfetamínsframleiðslunni, en við húsleit fannst töluvert af efninu tilbúið til sölu og hráefni til frekari framleiðslu.
