Einn leikur er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Botnlið Sunderland tekur á móti Liverpool á leikvangi ljósanna. Þá eru nokkrir leikir í enska deildarbikarnum, þar sem lið úr úrvalsdeildinni verða í eldlínunni. Leikur Manchester United og West Brom verður sýndur í beinni á Sýn og hefst útsending klukkan 19:35.
Í deildarbikarnum eru eftirtaldir leikir á dagskrá:
Bolton tekur á móti Leicester, Charlton mætir Blackburn, Manchester United tekur á móti West Brom, Middlesbrough fær Crystal Palace í heimsókn og Wigan mætir Newcastle.