Besta byrjun Clippers í sögunni 21. nóvember 2005 14:45 Sam Cassell er lykilmaðurinn á bak við stórbætta spilamennsku Clippers-liðsins í vetur. NordicPhotos/GettyImages Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar bar hæst að Los Angeles Clippers lagði Golden State og hefur því unnið átta af fyrstu tíu fyrstu leikjum sínum, sem er besta byrjun í sögu félagsins. LA Clippers lagði Golden State 113-101. Elton Brand skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers, en Baron Davis skoraði 21 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Golden State. New York vann sinn fyrsta heimasigur þegar liðið lagði Portland 103-92. Stephon Marbury skoraði 27 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir New York, en Sebaistian Telfair skoraði 27 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Portland. Toronto vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni þegar liðið skellti Miami 107-94. Miami var fjórum stigum yfir þegar aðeins sex mínútur voru eftir af leiknum, en frábær lokakafli Kanadaliðsins tryggði því fyrsta sigurinn á tímabilinu. Chris Bosh skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyrir Toronto, en Dwayne Wade var allt í öllu hjá Miami og skoraði 33 stig, hirti 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Indiana lagði Houston 85-74. Ron Artest skoraði 24 stig fyrir Indiana, en Yao Ming skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst fyrir Houston, sem hefur ekki unnið leik á Tracy McGrady í vetur, en hann á við bakmeiðsli að stríða. Denver lagði Memphis 99-83. Marcus Camby skoraði 21 stig og hirti 21 frákast fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst. Hjá Memphis var Pau Gasol atkvæðamestur með 24 stig og 13 fráköst. Seattle vann góðan sigur á Sacramento 106-104. Ray Allen skoraði 28 stig fyrir Seattle, en Mike Bibby og Peja Stojakovic skoruðu 25 hvor fyrir Sacramento. Sacramento hafði yfirburði í fyrri hálfleiknum, þar sem Stojakovic skoraði öll 25 stig sín og hitti 9 af 10 skotum sínum og þar af 6 af 7 þriggja stiga skotum, en eins og oft áður, hvarf hann í síðari hálfleik og Sacramento tapaði. Loks vann Chicago góðan útisigur á Los Angeles Lakers 96-93. Chris Duhon skoraði 21 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Chicago og Mike Sweetney skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst, en Kobe Bryant skoraði 43 stig fyrir Lakers, sem er það mesta sem einn maður hefur skorað í leik í vetur. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sjá meira
Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar bar hæst að Los Angeles Clippers lagði Golden State og hefur því unnið átta af fyrstu tíu fyrstu leikjum sínum, sem er besta byrjun í sögu félagsins. LA Clippers lagði Golden State 113-101. Elton Brand skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers, en Baron Davis skoraði 21 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Golden State. New York vann sinn fyrsta heimasigur þegar liðið lagði Portland 103-92. Stephon Marbury skoraði 27 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir New York, en Sebaistian Telfair skoraði 27 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Portland. Toronto vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni þegar liðið skellti Miami 107-94. Miami var fjórum stigum yfir þegar aðeins sex mínútur voru eftir af leiknum, en frábær lokakafli Kanadaliðsins tryggði því fyrsta sigurinn á tímabilinu. Chris Bosh skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyrir Toronto, en Dwayne Wade var allt í öllu hjá Miami og skoraði 33 stig, hirti 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Indiana lagði Houston 85-74. Ron Artest skoraði 24 stig fyrir Indiana, en Yao Ming skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst fyrir Houston, sem hefur ekki unnið leik á Tracy McGrady í vetur, en hann á við bakmeiðsli að stríða. Denver lagði Memphis 99-83. Marcus Camby skoraði 21 stig og hirti 21 frákast fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst. Hjá Memphis var Pau Gasol atkvæðamestur með 24 stig og 13 fráköst. Seattle vann góðan sigur á Sacramento 106-104. Ray Allen skoraði 28 stig fyrir Seattle, en Mike Bibby og Peja Stojakovic skoruðu 25 hvor fyrir Sacramento. Sacramento hafði yfirburði í fyrri hálfleiknum, þar sem Stojakovic skoraði öll 25 stig sín og hitti 9 af 10 skotum sínum og þar af 6 af 7 þriggja stiga skotum, en eins og oft áður, hvarf hann í síðari hálfleik og Sacramento tapaði. Loks vann Chicago góðan útisigur á Los Angeles Lakers 96-93. Chris Duhon skoraði 21 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Chicago og Mike Sweetney skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst, en Kobe Bryant skoraði 43 stig fyrir Lakers, sem er það mesta sem einn maður hefur skorað í leik í vetur.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sjá meira