Samuel Eto´o á ekki von á góðu í Madrid 18. nóvember 2005 17:00 Samuel Eto´o á ekki von á að fá blíðar móttökur í Madrid á morgun NordicPhotos/GettyImages Leikur ársins í spænska boltanum fer fram á morgun, en þá mætast stórliðin Real Madrid og Barcelona í Madrid. Nokkuð hefur verið um að leikmenn sendi hver öðrum tóninn fyrir leikinn eins og gengur, en það verður Samuel Eto´o hjá Barcelona sem verður skotmark 80.000 stuðningsmanna Madrid á morgun, eftir ummælin sem hann lét falla þegar Barcelona varð meistari á síðustu leiktíð. Eto´o byrjaði feril sinn á Spáni í herbúðum Madrid, en þar fékk hann ekki tækifæri og fór í framhaldinu til Mallorca, þar sem hann sannaði sig sem einn allra besti framherji spænsku deildarinnar. Þegar Barcelona tók við bikarnum eftir sigurinn á síðustu leiktíð, notaði Eto´o tækifærið og öskraði ókvæðisorð um Madridinga í hljóðnema á sviðinu þar sem Börsungar fögnuðu sigrinum og þó stuðningsmenn Barcelona hafi gleypt orð hans í sig og fagnað innilega, var forráðamönnum Barcelona og spænsku deildarinnar langt í frá skemmt. Eto´o baðst fljótlega afsökunar á orðum sínum, en eins og búast mátti við, hafa stuðningsmenn Real Madrid ekki gleymt þeim og framherjinn knái, sem er markahæstur í spænsku deildinni, má eiga von á mjög heitum móttökum í Madrid á morgun. Ronaldo segir að Eto´o fái þá meðferð sem hann á skilið í leiknum á morgunNordicPhotos/GettyImages "Ég hugsa að Samuel fái svipaðar móttökur og Luis Figo fékk á sínum tíma," sagði Ivan Helguera, leikmaður Real Madrid og vísaði í harðar móttökur sem Figo fékk frá stuðningsmönnum Barcelona eftir að hann gekk í raðir Real Madrid frá Barcelona á sínum tíma, en hann var grýttur smáhlutum allan leikinn á Nou Camp. "Ég held að hann fái bara þær móttökur sem hann á skilið að fá," sagði Ronaldo, framherji Real kuldalega. "Hann sagði hluti sem hann hefði betur sleppt að láta út úr sér." Leikur liðanna verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn á morgun klukkan 18:50 og verður rimma þessi nokkuð sem enginn fótboltaáhugamaður má láta framhjá sér fara. Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira
Leikur ársins í spænska boltanum fer fram á morgun, en þá mætast stórliðin Real Madrid og Barcelona í Madrid. Nokkuð hefur verið um að leikmenn sendi hver öðrum tóninn fyrir leikinn eins og gengur, en það verður Samuel Eto´o hjá Barcelona sem verður skotmark 80.000 stuðningsmanna Madrid á morgun, eftir ummælin sem hann lét falla þegar Barcelona varð meistari á síðustu leiktíð. Eto´o byrjaði feril sinn á Spáni í herbúðum Madrid, en þar fékk hann ekki tækifæri og fór í framhaldinu til Mallorca, þar sem hann sannaði sig sem einn allra besti framherji spænsku deildarinnar. Þegar Barcelona tók við bikarnum eftir sigurinn á síðustu leiktíð, notaði Eto´o tækifærið og öskraði ókvæðisorð um Madridinga í hljóðnema á sviðinu þar sem Börsungar fögnuðu sigrinum og þó stuðningsmenn Barcelona hafi gleypt orð hans í sig og fagnað innilega, var forráðamönnum Barcelona og spænsku deildarinnar langt í frá skemmt. Eto´o baðst fljótlega afsökunar á orðum sínum, en eins og búast mátti við, hafa stuðningsmenn Real Madrid ekki gleymt þeim og framherjinn knái, sem er markahæstur í spænsku deildinni, má eiga von á mjög heitum móttökum í Madrid á morgun. Ronaldo segir að Eto´o fái þá meðferð sem hann á skilið í leiknum á morgunNordicPhotos/GettyImages "Ég hugsa að Samuel fái svipaðar móttökur og Luis Figo fékk á sínum tíma," sagði Ivan Helguera, leikmaður Real Madrid og vísaði í harðar móttökur sem Figo fékk frá stuðningsmönnum Barcelona eftir að hann gekk í raðir Real Madrid frá Barcelona á sínum tíma, en hann var grýttur smáhlutum allan leikinn á Nou Camp. "Ég held að hann fái bara þær móttökur sem hann á skilið að fá," sagði Ronaldo, framherji Real kuldalega. "Hann sagði hluti sem hann hefði betur sleppt að láta út úr sér." Leikur liðanna verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn á morgun klukkan 18:50 og verður rimma þessi nokkuð sem enginn fótboltaáhugamaður má láta framhjá sér fara.
Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Sjá meira