Pistons með áttunda sigurinn í röð 16. nóvember 2005 16:30 Chauncey Billups og félagar í Detroit eru á mikilli siglingu í upphafi leiktíðar og hafa unnið átta fyrstu leiki sína NordicPhotos/GettyImages Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Detroit Pistons unnu áttunda leik sinn í röð í upphafi leiktíðar þegar liðið tók á móti Boston Celtics. Detroit lagði Boston 115-100, þrátt fyrir að hafa verið undir lengst af. Chauncey Billups og Rip Hamilton skoruðu báðir 25 stig fyrir Detroit og Billups var auk þess með 10 stoðsendingar. Ricky Davis skoraði 31 stig fyrir Boston. Cleveland lagði Washington örugglega 114-99. LeBron James skoraði 37 stig og hirti 10 fráköst fyrir Cleveland, en Antawn Jamison skoraði 26 og hirti 12 fráköst hjá Washington. Orlando sigraði Charlotte 85-77. Dwight Howard skoraði 21 stig og hirti 20 fráköst fyrir Orlando, en Keith Bogans skoraði 18 stig fyrir Charlotte. Philadelphia vann Toronto 104-92. Allen Iverson skoraði 34 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Philadelphia, en Charlie Villanueva skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyir Toronto, sem er enn án sigurs. Miami rétt marði New Orleans í framlengingu 109-102. Dwayne Wade skoraði 25 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Miami, en PJ Brown var með 24 stig og 12 fráköst hjá New Orleans. New Jersey sigraði Seattle 109-99. Nenad Krstic skoraði 25 stig fyrir New Jersey, en Rashard Lewis skoraði 29 fyrir Seattle. Houston vann Minnesota 94-89 á útivelli. Kevin Garnett skoraði 25 stig fyrir Minnesota og Tracy McGrady skoraði einnig 25 fyrir Houston. Dallas vann góðan sigur á Denver 83-80, eftir að hafa verið allt að 19 stigum undir á kafla um miðbik leiksins. Dirk Nowitzki brást ekki Dallas frekar en venjulega og skoraði 35 stig , en Carmelo Anthony var með 24 hjá Denver. San Antonio burstaði Atlanta 103-79. Manu Ginobili skoraði 24 stig fyrir jafnt lið San Antonio sem fékk aðeins á sig 27 stig í síðari hálfleik, en Al Harrington skoraði 23 stig fyrir Atlanta, þar af 22 á fyrstu 14 mínútum leiksins. Sacramento tók vængbrotið lið Utah Jazz í bakaríið á heimavelli sínum og sigraði 119-83. Mike Bibby var stigahæstur í liði Sacramento með 25 stig, en Milt Palacio skoraði 19 fyrir Utah, sem var án 5 fastamanna í leiknum og því að mestu skipað nýliðum sem máttu sín lítils í leiknum. Að lokum tóku LA Clippers á móti Milwaukee Bucks og höfðu stórsigur 109-85. Sam Cassell skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Clippers, en T.J. Ford og Michael Redd skoruðu báðir 15 stig fyrir Milwaukee. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Sjá meira
Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Detroit Pistons unnu áttunda leik sinn í röð í upphafi leiktíðar þegar liðið tók á móti Boston Celtics. Detroit lagði Boston 115-100, þrátt fyrir að hafa verið undir lengst af. Chauncey Billups og Rip Hamilton skoruðu báðir 25 stig fyrir Detroit og Billups var auk þess með 10 stoðsendingar. Ricky Davis skoraði 31 stig fyrir Boston. Cleveland lagði Washington örugglega 114-99. LeBron James skoraði 37 stig og hirti 10 fráköst fyrir Cleveland, en Antawn Jamison skoraði 26 og hirti 12 fráköst hjá Washington. Orlando sigraði Charlotte 85-77. Dwight Howard skoraði 21 stig og hirti 20 fráköst fyrir Orlando, en Keith Bogans skoraði 18 stig fyrir Charlotte. Philadelphia vann Toronto 104-92. Allen Iverson skoraði 34 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Philadelphia, en Charlie Villanueva skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyir Toronto, sem er enn án sigurs. Miami rétt marði New Orleans í framlengingu 109-102. Dwayne Wade skoraði 25 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Miami, en PJ Brown var með 24 stig og 12 fráköst hjá New Orleans. New Jersey sigraði Seattle 109-99. Nenad Krstic skoraði 25 stig fyrir New Jersey, en Rashard Lewis skoraði 29 fyrir Seattle. Houston vann Minnesota 94-89 á útivelli. Kevin Garnett skoraði 25 stig fyrir Minnesota og Tracy McGrady skoraði einnig 25 fyrir Houston. Dallas vann góðan sigur á Denver 83-80, eftir að hafa verið allt að 19 stigum undir á kafla um miðbik leiksins. Dirk Nowitzki brást ekki Dallas frekar en venjulega og skoraði 35 stig , en Carmelo Anthony var með 24 hjá Denver. San Antonio burstaði Atlanta 103-79. Manu Ginobili skoraði 24 stig fyrir jafnt lið San Antonio sem fékk aðeins á sig 27 stig í síðari hálfleik, en Al Harrington skoraði 23 stig fyrir Atlanta, þar af 22 á fyrstu 14 mínútum leiksins. Sacramento tók vængbrotið lið Utah Jazz í bakaríið á heimavelli sínum og sigraði 119-83. Mike Bibby var stigahæstur í liði Sacramento með 25 stig, en Milt Palacio skoraði 19 fyrir Utah, sem var án 5 fastamanna í leiknum og því að mestu skipað nýliðum sem máttu sín lítils í leiknum. Að lokum tóku LA Clippers á móti Milwaukee Bucks og höfðu stórsigur 109-85. Sam Cassell skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Clippers, en T.J. Ford og Michael Redd skoruðu báðir 15 stig fyrir Milwaukee.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Sjá meira