Pistons með áttunda sigurinn í röð 16. nóvember 2005 16:30 Chauncey Billups og félagar í Detroit eru á mikilli siglingu í upphafi leiktíðar og hafa unnið átta fyrstu leiki sína NordicPhotos/GettyImages Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Detroit Pistons unnu áttunda leik sinn í röð í upphafi leiktíðar þegar liðið tók á móti Boston Celtics. Detroit lagði Boston 115-100, þrátt fyrir að hafa verið undir lengst af. Chauncey Billups og Rip Hamilton skoruðu báðir 25 stig fyrir Detroit og Billups var auk þess með 10 stoðsendingar. Ricky Davis skoraði 31 stig fyrir Boston. Cleveland lagði Washington örugglega 114-99. LeBron James skoraði 37 stig og hirti 10 fráköst fyrir Cleveland, en Antawn Jamison skoraði 26 og hirti 12 fráköst hjá Washington. Orlando sigraði Charlotte 85-77. Dwight Howard skoraði 21 stig og hirti 20 fráköst fyrir Orlando, en Keith Bogans skoraði 18 stig fyrir Charlotte. Philadelphia vann Toronto 104-92. Allen Iverson skoraði 34 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Philadelphia, en Charlie Villanueva skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyir Toronto, sem er enn án sigurs. Miami rétt marði New Orleans í framlengingu 109-102. Dwayne Wade skoraði 25 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Miami, en PJ Brown var með 24 stig og 12 fráköst hjá New Orleans. New Jersey sigraði Seattle 109-99. Nenad Krstic skoraði 25 stig fyrir New Jersey, en Rashard Lewis skoraði 29 fyrir Seattle. Houston vann Minnesota 94-89 á útivelli. Kevin Garnett skoraði 25 stig fyrir Minnesota og Tracy McGrady skoraði einnig 25 fyrir Houston. Dallas vann góðan sigur á Denver 83-80, eftir að hafa verið allt að 19 stigum undir á kafla um miðbik leiksins. Dirk Nowitzki brást ekki Dallas frekar en venjulega og skoraði 35 stig , en Carmelo Anthony var með 24 hjá Denver. San Antonio burstaði Atlanta 103-79. Manu Ginobili skoraði 24 stig fyrir jafnt lið San Antonio sem fékk aðeins á sig 27 stig í síðari hálfleik, en Al Harrington skoraði 23 stig fyrir Atlanta, þar af 22 á fyrstu 14 mínútum leiksins. Sacramento tók vængbrotið lið Utah Jazz í bakaríið á heimavelli sínum og sigraði 119-83. Mike Bibby var stigahæstur í liði Sacramento með 25 stig, en Milt Palacio skoraði 19 fyrir Utah, sem var án 5 fastamanna í leiknum og því að mestu skipað nýliðum sem máttu sín lítils í leiknum. Að lokum tóku LA Clippers á móti Milwaukee Bucks og höfðu stórsigur 109-85. Sam Cassell skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Clippers, en T.J. Ford og Michael Redd skoruðu báðir 15 stig fyrir Milwaukee. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Sjá meira
Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Detroit Pistons unnu áttunda leik sinn í röð í upphafi leiktíðar þegar liðið tók á móti Boston Celtics. Detroit lagði Boston 115-100, þrátt fyrir að hafa verið undir lengst af. Chauncey Billups og Rip Hamilton skoruðu báðir 25 stig fyrir Detroit og Billups var auk þess með 10 stoðsendingar. Ricky Davis skoraði 31 stig fyrir Boston. Cleveland lagði Washington örugglega 114-99. LeBron James skoraði 37 stig og hirti 10 fráköst fyrir Cleveland, en Antawn Jamison skoraði 26 og hirti 12 fráköst hjá Washington. Orlando sigraði Charlotte 85-77. Dwight Howard skoraði 21 stig og hirti 20 fráköst fyrir Orlando, en Keith Bogans skoraði 18 stig fyrir Charlotte. Philadelphia vann Toronto 104-92. Allen Iverson skoraði 34 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Philadelphia, en Charlie Villanueva skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyir Toronto, sem er enn án sigurs. Miami rétt marði New Orleans í framlengingu 109-102. Dwayne Wade skoraði 25 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Miami, en PJ Brown var með 24 stig og 12 fráköst hjá New Orleans. New Jersey sigraði Seattle 109-99. Nenad Krstic skoraði 25 stig fyrir New Jersey, en Rashard Lewis skoraði 29 fyrir Seattle. Houston vann Minnesota 94-89 á útivelli. Kevin Garnett skoraði 25 stig fyrir Minnesota og Tracy McGrady skoraði einnig 25 fyrir Houston. Dallas vann góðan sigur á Denver 83-80, eftir að hafa verið allt að 19 stigum undir á kafla um miðbik leiksins. Dirk Nowitzki brást ekki Dallas frekar en venjulega og skoraði 35 stig , en Carmelo Anthony var með 24 hjá Denver. San Antonio burstaði Atlanta 103-79. Manu Ginobili skoraði 24 stig fyrir jafnt lið San Antonio sem fékk aðeins á sig 27 stig í síðari hálfleik, en Al Harrington skoraði 23 stig fyrir Atlanta, þar af 22 á fyrstu 14 mínútum leiksins. Sacramento tók vængbrotið lið Utah Jazz í bakaríið á heimavelli sínum og sigraði 119-83. Mike Bibby var stigahæstur í liði Sacramento með 25 stig, en Milt Palacio skoraði 19 fyrir Utah, sem var án 5 fastamanna í leiknum og því að mestu skipað nýliðum sem máttu sín lítils í leiknum. Að lokum tóku LA Clippers á móti Milwaukee Bucks og höfðu stórsigur 109-85. Sam Cassell skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Clippers, en T.J. Ford og Michael Redd skoruðu báðir 15 stig fyrir Milwaukee.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Sjá meira