Hátt settur stjórnmálamaður úr röðum Súnníta slasaðist alvarlega í dag, þegar vopnaðir menn réðust að bifreið hans og hófu skothríð. Maðurinn varð fyrir fimm skotum í handleggi og brjóstkassann og er enn í lífshættu. Maðurinn var einn af lykilmönnum Súnníta í viðræðunefnd um stjórnarskrá Íraks, sem tók gildi í lok október. |
Erlent