Starfsemi Medcare færð úr landi 26. október 2005 13:00 Stefnt er að því að færa starfsemi Medcare-Flögu úr landi og styrkja starfsemi félagsins í Bandaríkjunum og á Evrópumarkaði. Hátt í 40 starfsmönnum hér á landi verður sagt upp störfum um næstu mánaðamót og hefur það verið tilkynnt á starfsmannafundum. Gengi hlutabréfa í Flögu hefur hríðfallið á þessu ári, mest allra hlutabréfa hjá skráðum fyrirtækjum í Kauphöllinni. Höfuðstöðvar móðurfélagsins Flögu Group hf. verða áfram á Íslandi. Dótturfélög Flögu Group eru tvö, Medcare og Sleeptech, og ná skipulagsbreytingarnar eingöngu til Medcare. Nýjar höfuðstöðvar Medcare verða opnaðar fyrir Bandaríkjamarkað og starfsemin í Evrópu, sérstaklega í Hollandi og Þýskalandi, verður styrkt. Lykilstöður verða fluttar til Bandaríkjanna og Evrópu og telja stjórnendur félagsins að tækifærum til tækniþróunar muni fjölga. Stefnubreyting félagsins á að tryggja stöðu Medcare sem leiðandi aðila á alþjóðlegum tækjamarkaði til svefnrannsókna. Samkeppnishæfni er talin aukast vegna fækkunar starfsfólks og lækkunar á öðrum föstum kostnaði. Breytingarnar gera félaginu kleift að vaxa hraðar með aukinni arðsemi á vaxandi markaði. Framleiðslu, vöruhúsaþjónustu og dreifingu verður úthýst. Hugbúnaðarþróun og tækniþjónusta fyrir Bandaríkjamarkað verða flutt til Ottawa í Kanada. Bogi Pálsson, stjórnarformaður Flögu Group, segir félagið vera að færa sig nær viðskiptavinunum og geta þannig náð að þjónusta þá betur. Í skráningarlýsingu Medcare frá því í september 2004 kemur fram að helsti styrkur Medcare Flögu felist í stafsmönnum þess og sé það stefna félagsins að tapa hvorki hæfu starfsfólki né viðskiptavinum. Eruð þið ekki að tapa hæfu starfsfólki með þessum skipulagsbreytingum. Bogi segir aðspurður að það tapist hæft starfsfólk með uppsögnunum en félagið telji sig geta bæði haft það sterka ferla innan fyrirtækisins að þekkingin sitji eins mikið eftir og hægt sé. Til þess verði notið aðstoðar þeirra starfsmanna sem vinni hjá fyrirtækinu í dag auk þess sem reynt verði að afla nýrra starfsmanna annars staðar sem einnig hafa þekkingu í greininni. Gengi Medcare hefur lækkað langmest allra skráðra félaga í Kauphöllinni á þessu ári en það hefur lækkað um rúmlega þrjátíu og níu prósent frá áramótum. Aðspurður hvort reksturinn gangi erfiðlega segirBogiað skipulagsbreytingarnar nú sé augljóslega gerðar til að bæta rekstur félagsins og auka samkeppnishæfi þess. Stjórn félagsins telji þessar breytingar réttar fyrir félagið. Viðskipti Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Fleiri fréttir Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Sjá meira
Stefnt er að því að færa starfsemi Medcare-Flögu úr landi og styrkja starfsemi félagsins í Bandaríkjunum og á Evrópumarkaði. Hátt í 40 starfsmönnum hér á landi verður sagt upp störfum um næstu mánaðamót og hefur það verið tilkynnt á starfsmannafundum. Gengi hlutabréfa í Flögu hefur hríðfallið á þessu ári, mest allra hlutabréfa hjá skráðum fyrirtækjum í Kauphöllinni. Höfuðstöðvar móðurfélagsins Flögu Group hf. verða áfram á Íslandi. Dótturfélög Flögu Group eru tvö, Medcare og Sleeptech, og ná skipulagsbreytingarnar eingöngu til Medcare. Nýjar höfuðstöðvar Medcare verða opnaðar fyrir Bandaríkjamarkað og starfsemin í Evrópu, sérstaklega í Hollandi og Þýskalandi, verður styrkt. Lykilstöður verða fluttar til Bandaríkjanna og Evrópu og telja stjórnendur félagsins að tækifærum til tækniþróunar muni fjölga. Stefnubreyting félagsins á að tryggja stöðu Medcare sem leiðandi aðila á alþjóðlegum tækjamarkaði til svefnrannsókna. Samkeppnishæfni er talin aukast vegna fækkunar starfsfólks og lækkunar á öðrum föstum kostnaði. Breytingarnar gera félaginu kleift að vaxa hraðar með aukinni arðsemi á vaxandi markaði. Framleiðslu, vöruhúsaþjónustu og dreifingu verður úthýst. Hugbúnaðarþróun og tækniþjónusta fyrir Bandaríkjamarkað verða flutt til Ottawa í Kanada. Bogi Pálsson, stjórnarformaður Flögu Group, segir félagið vera að færa sig nær viðskiptavinunum og geta þannig náð að þjónusta þá betur. Í skráningarlýsingu Medcare frá því í september 2004 kemur fram að helsti styrkur Medcare Flögu felist í stafsmönnum þess og sé það stefna félagsins að tapa hvorki hæfu starfsfólki né viðskiptavinum. Eruð þið ekki að tapa hæfu starfsfólki með þessum skipulagsbreytingum. Bogi segir aðspurður að það tapist hæft starfsfólk með uppsögnunum en félagið telji sig geta bæði haft það sterka ferla innan fyrirtækisins að þekkingin sitji eins mikið eftir og hægt sé. Til þess verði notið aðstoðar þeirra starfsmanna sem vinni hjá fyrirtækinu í dag auk þess sem reynt verði að afla nýrra starfsmanna annars staðar sem einnig hafa þekkingu í greininni. Gengi Medcare hefur lækkað langmest allra skráðra félaga í Kauphöllinni á þessu ári en það hefur lækkað um rúmlega þrjátíu og níu prósent frá áramótum. Aðspurður hvort reksturinn gangi erfiðlega segirBogiað skipulagsbreytingarnar nú sé augljóslega gerðar til að bæta rekstur félagsins og auka samkeppnishæfi þess. Stjórn félagsins telji þessar breytingar réttar fyrir félagið.
Viðskipti Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Formlegar viðræður hafnar Innlent Fleiri fréttir Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Sjá meira