Kókaín í umslaginu 26. október 2005 06:45 Efni í umslagi sem sent var hingað frá útlöndum fyrr í mánuðinum reyndist vera kókaín, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Grunur leikur á að allmargar fíkniefnasendingar hafi borist að undnaförnu til landsins með pósti, en rannsókn málsins leiddi til þess að lögreglan í Reykjavík handtók mann og konu 19. október. Þau sitja í gæsluvarðhaldi til 28. október. Konan var starfsmaður á pósthúsi í borginni. Rannsókn lögreglu beinist aðallega að því hvort fíkniefni hafi verið send í pósti til sömu einstaklinga áður, og ef svo reynist, þá hversu oft og hvort margir komi við sögu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru póstsendingarnar taldar vera allmargar en lögreglan rannsakar þrjár fíkniefnasendingar sem fundust við tollaeftirlit með póstsendingum. Þær komu allar frá sama landinu. Í gær voru fyrirhugaðar frekari yfirheyrslur yfir þeim tveimur sem stóðu að innflutningi umslagsins ofangreinda, svo og fleirum sem grunur leikur á að geti tengst málinu, jafnvel sem sakborningar. Lögreglan lét til skarar skríða gegn hinum grunuðu fyrr í þessum mánuði. Lögreglumenn útbjuggu gerviumslag sem var áframsent á pósthúsið þar sem konan vinnur, í stað þess sem sent hafði verið frá útlöndum. Lögreglan hafði eftirlit með umslaginu til að athuga hvort hin grunuðu nálguðust umslagið. Það gerðu þau 19. október en konan hafði þá tekið umslagið og hringt í manninn, sem kom skömmu síðar á pósthúsið og sótti hana. Þau óku á brott með umslagið en lögreglan veitti þeim eftirför. Skömmu síðar hentu þau því út úr bílnum og handtók lögreglan þau eftir það. Lögreglan hafði sett litarefni í gerviumslagið og við athugun tæknideildar á fatnaði fólksins reyndist unnt að greina litarefnið á fötum þess. Maðurinn og konan hafa játað að hluta við yfirheyrslur, að því er fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms. Framburði þeirra ber þó ekki saman um einstök atriði, auk þess sem hann er ekki álitinn í samræmi við meint umfang brotanna að því er liggur fyrir í rannsóknargögnum lögreglu. Þá kemur fram að lögreglan meti það svo að ekki hafi öll fíkniefni náðst sem send hafi verið hingað. Lögregla hefur fylgst með hjúunum um skeið og gerði meðal annars húsleit á heimilum þeirra tveimur dögum áður en þau voru handtekin. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Efni í umslagi sem sent var hingað frá útlöndum fyrr í mánuðinum reyndist vera kókaín, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Grunur leikur á að allmargar fíkniefnasendingar hafi borist að undnaförnu til landsins með pósti, en rannsókn málsins leiddi til þess að lögreglan í Reykjavík handtók mann og konu 19. október. Þau sitja í gæsluvarðhaldi til 28. október. Konan var starfsmaður á pósthúsi í borginni. Rannsókn lögreglu beinist aðallega að því hvort fíkniefni hafi verið send í pósti til sömu einstaklinga áður, og ef svo reynist, þá hversu oft og hvort margir komi við sögu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru póstsendingarnar taldar vera allmargar en lögreglan rannsakar þrjár fíkniefnasendingar sem fundust við tollaeftirlit með póstsendingum. Þær komu allar frá sama landinu. Í gær voru fyrirhugaðar frekari yfirheyrslur yfir þeim tveimur sem stóðu að innflutningi umslagsins ofangreinda, svo og fleirum sem grunur leikur á að geti tengst málinu, jafnvel sem sakborningar. Lögreglan lét til skarar skríða gegn hinum grunuðu fyrr í þessum mánuði. Lögreglumenn útbjuggu gerviumslag sem var áframsent á pósthúsið þar sem konan vinnur, í stað þess sem sent hafði verið frá útlöndum. Lögreglan hafði eftirlit með umslaginu til að athuga hvort hin grunuðu nálguðust umslagið. Það gerðu þau 19. október en konan hafði þá tekið umslagið og hringt í manninn, sem kom skömmu síðar á pósthúsið og sótti hana. Þau óku á brott með umslagið en lögreglan veitti þeim eftirför. Skömmu síðar hentu þau því út úr bílnum og handtók lögreglan þau eftir það. Lögreglan hafði sett litarefni í gerviumslagið og við athugun tæknideildar á fatnaði fólksins reyndist unnt að greina litarefnið á fötum þess. Maðurinn og konan hafa játað að hluta við yfirheyrslur, að því er fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms. Framburði þeirra ber þó ekki saman um einstök atriði, auk þess sem hann er ekki álitinn í samræmi við meint umfang brotanna að því er liggur fyrir í rannsóknargögnum lögreglu. Þá kemur fram að lögreglan meti það svo að ekki hafi öll fíkniefni náðst sem send hafi verið hingað. Lögregla hefur fylgst með hjúunum um skeið og gerði meðal annars húsleit á heimilum þeirra tveimur dögum áður en þau voru handtekin.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira