Sport

100 ára veldi Abramovich

NordicPhotos/GettyImages
Roman Abramovich, eigandi Chelsea segist ætla að byggja félagið upp svo það megi verða stórveldi í heimsknattspyrnunni næstu 100 árin og segir að sig hafi aldrei órað fyrir hvað væri gaman að byggja upp knattspyrnulið á Englandi. "Við höfum vissulega byrjað vel og það var ólýsanlegt að vinna titlinn í fyrra," sagði Abramovich, sem hefur eytt um 240 milljónum punda í leikmenn síðan hann keypti félagið á 140 milljónir punda árið 2003. "Ég vil að lið Chelsea færi stuðningsmönnum sínum áframhaldandi gleði með því að vinna deildina aftur í ár og með því að fara jafnvel lengra í Meistaradeildinni. Vonandi getum við fært stuðningsmönnum okkar fleiri titla á næstu 100 árum, en á síðustu öld," sagði Abramovich.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×