Mark Gonzalez til Liverpool
Liverpool hefur gengið frá kaupum á miðjumanninum Mark Gonzalez frá Chile, en hann er 21 árs og kemur frá spænska liðinu Albacete. Liverpool reyndi að kaupa hann í sumar, en ekkert varð af því eftir að félaginu mistókst að fá atvinnuleyfi fyrir hann. Það mun nú vera í vinnslu, þó þess verði nokkuð að bíða að hann gangi í raðir félagsins.
Mest lesið



West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn



Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti

Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti


