Hálfleikur í Meistaradeildinni

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum átta í Meistaradeild Evrópu. Aðeins fjögur mörk hafa litið dagsins ljós til þessa og þar af eru tvö þeirra í leik Bayern Munchen og Juventus, sem fyrirfram hefði ef til vill ekki verið talinn markaleikur umferðarinnar. Bayern hefur náð 2-0 forystu gegn Juventus á Ólympíuleikvangnum í Munchen. Sebastian Deisler og Argentínumaðurinn Demichelis skoruðu mörk Bayern í leiknum. Thierry Henry skoraði mark Arsenal gegn Sparta Prag á 21. mínútu og þar er staðan 1-0 fyrir enska liðið. Að lokum hefur svo Ajax náð forystu gegn FC Thun í Hollandi.