Flestir fara að lögum og reglum 16. október 2005 00:01 Rjúpnaveiðiðimenn virðast flestir hafa farið að lögum og virt tilmæli um hóflegar veiðar þann sólarhring sem liðinn er af veiðitímabilinu, en misjafnlega hefur viðrað til veiða á landinu. Lögreglumönnum um allt land sem fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur rætt við í morgun ber flestum saman um að veiðarnar hafi farið vel af stað og veiðimenn almennt virt þau boð og bönn sem gilda um veiðarnar. Þó handtók lögreglan í Vík í Mýrdal fjóra menn í gær eftir að landeigandi hafði tilkynnt um að þeir væru við veiðar á landi hans án heimildar. Við skýrslutöku og yfirheyrslur kom í ljós að tveir mannanna voru ekki með veiðikort og var annar þeirra með útrunnið skotvopnaskírteini. Lögregla lagði hald á rjúpnafeng þeirra ásamt skotvopnum en málið verður sent sýslumanni sem ákveður hvort kært verður í því. Töluverður fjöldi rjúpnaveiðimanna var á ferð um uppsveitir Árnessýslu í gær og hafði lögregla á Selfossi eftirlit með þeim. Lögreglu barst ein tilkynning um skyttu á veiðum á óleyfilegum stað og þegar betur var að gáð hafði hún ruglast og farið öfugum megin girðingar sem skilur að veiðisvæði og bannsvæði. Þá var björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni kölluð út til að aðstoða rjúpnaveiðimann sem hafði fest bíl sinn en greiðlega gekk að losa hann. Skilyrði til veiða á þessum slóðum eru ekki eins góð í dag og í gær, en nokkur úrkoma og þoka er á svæðinu. Í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi voru margir á veiðum og kannaði lögregla pappíra hjá um 75 manns á Holtavörðuheiði, í Hítardal, Kaldadal og á Uxahryggjum. Þá segir lögreglan í Búðardal að töluverður fjöldi manna hafi verið þar á veiðum í gær og höfðu menn veitt á bilinu 8 til 30 rjúpur. Lögregla beinir þeim tilmælum til veiðimanna í Bröttubrekku að kanna vel hvaða land er í einkaeign og hvað í almannaeigu áður en þeir halda á veiðar. Í Dölunum viðrar annars vel til veiða. Annars staðar á landinu virðist minna um veiðimenn og spila veður og færð þar inn í, þar á meðal í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi þar sem rignt hefur töluvert og veiðilendur eru erfiðar yfirferðar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Rjúpnaveiðiðimenn virðast flestir hafa farið að lögum og virt tilmæli um hóflegar veiðar þann sólarhring sem liðinn er af veiðitímabilinu, en misjafnlega hefur viðrað til veiða á landinu. Lögreglumönnum um allt land sem fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur rætt við í morgun ber flestum saman um að veiðarnar hafi farið vel af stað og veiðimenn almennt virt þau boð og bönn sem gilda um veiðarnar. Þó handtók lögreglan í Vík í Mýrdal fjóra menn í gær eftir að landeigandi hafði tilkynnt um að þeir væru við veiðar á landi hans án heimildar. Við skýrslutöku og yfirheyrslur kom í ljós að tveir mannanna voru ekki með veiðikort og var annar þeirra með útrunnið skotvopnaskírteini. Lögregla lagði hald á rjúpnafeng þeirra ásamt skotvopnum en málið verður sent sýslumanni sem ákveður hvort kært verður í því. Töluverður fjöldi rjúpnaveiðimanna var á ferð um uppsveitir Árnessýslu í gær og hafði lögregla á Selfossi eftirlit með þeim. Lögreglu barst ein tilkynning um skyttu á veiðum á óleyfilegum stað og þegar betur var að gáð hafði hún ruglast og farið öfugum megin girðingar sem skilur að veiðisvæði og bannsvæði. Þá var björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni kölluð út til að aðstoða rjúpnaveiðimann sem hafði fest bíl sinn en greiðlega gekk að losa hann. Skilyrði til veiða á þessum slóðum eru ekki eins góð í dag og í gær, en nokkur úrkoma og þoka er á svæðinu. Í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi voru margir á veiðum og kannaði lögregla pappíra hjá um 75 manns á Holtavörðuheiði, í Hítardal, Kaldadal og á Uxahryggjum. Þá segir lögreglan í Búðardal að töluverður fjöldi manna hafi verið þar á veiðum í gær og höfðu menn veitt á bilinu 8 til 30 rjúpur. Lögregla beinir þeim tilmælum til veiðimanna í Bröttubrekku að kanna vel hvaða land er í einkaeign og hvað í almannaeigu áður en þeir halda á veiðar. Í Dölunum viðrar annars vel til veiða. Annars staðar á landinu virðist minna um veiðimenn og spila veður og færð þar inn í, þar á meðal í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi þar sem rignt hefur töluvert og veiðilendur eru erfiðar yfirferðar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira