Vísar „samsæriskenningum“ á bug 23. október 2005 15:04 Í kvöld verður aðalfundur í Framsóknarfélagi Reykjavíkurkjördæmis suður og búist er við átökum um kjör í stjórn. Talið er að Björn Ingi Hrafnsson reyni að styrkja stöðu sína innan félagsins á fundinum og reyni að koma sínu fólki að í stjórn. Björn Ingi segir þó sáttatillögu liggja fyrir fundinum og reynt verði að freista þess að koma í veg fyrir átök. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Björn Ingi hafi staðið fyrir umfangsmikilli smölun inn í félagið fyrir fundinn í kvöld, stækkað félagið úr um 800 félögum upp í tæplega þúsund. Hingað til hefur verið gert ráð fyrir því að Framsóknarmenn velji sína frambjóðendur til borgarstjórnarkosninganna í vor í prófkjöri en heimildamenn fréttastofu telja að nú geti allt eins verið að Björn Ingi og hans stuðningsmenn stilli sjálfum sér upp á lista. Nokkurrar óánægju virðist gæta innan flokksins með þessa framgöngu. Björn Ingi segir sjálfur að hann sé endreginn stuðningsmaður þess að listi framsóknarmann verði valinn í prófkjöri og vísar því sem hann kallar „samsæriskenningar“ um annað alfarið á bug. Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi hefur gefið það út að hún hyggist sækjast eftir því að leiða listann og Alfreð Þorsteinsson, núverandi oddviti gaf hið sama út í lok sumars og segir það enn standa. Hann segist búast við því að valið verði á listann í „tiltölulega opnu prófkjöri“. Anna segist enn stefna ótrauð á forystusætið. Ef að líkum lætur gætu því þrír sóst eftir forystusætinu hjá Framsókn í borginni í vor. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Í kvöld verður aðalfundur í Framsóknarfélagi Reykjavíkurkjördæmis suður og búist er við átökum um kjör í stjórn. Talið er að Björn Ingi Hrafnsson reyni að styrkja stöðu sína innan félagsins á fundinum og reyni að koma sínu fólki að í stjórn. Björn Ingi segir þó sáttatillögu liggja fyrir fundinum og reynt verði að freista þess að koma í veg fyrir átök. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Björn Ingi hafi staðið fyrir umfangsmikilli smölun inn í félagið fyrir fundinn í kvöld, stækkað félagið úr um 800 félögum upp í tæplega þúsund. Hingað til hefur verið gert ráð fyrir því að Framsóknarmenn velji sína frambjóðendur til borgarstjórnarkosninganna í vor í prófkjöri en heimildamenn fréttastofu telja að nú geti allt eins verið að Björn Ingi og hans stuðningsmenn stilli sjálfum sér upp á lista. Nokkurrar óánægju virðist gæta innan flokksins með þessa framgöngu. Björn Ingi segir sjálfur að hann sé endreginn stuðningsmaður þess að listi framsóknarmann verði valinn í prófkjöri og vísar því sem hann kallar „samsæriskenningar“ um annað alfarið á bug. Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi hefur gefið það út að hún hyggist sækjast eftir því að leiða listann og Alfreð Þorsteinsson, núverandi oddviti gaf hið sama út í lok sumars og segir það enn standa. Hann segist búast við því að valið verði á listann í „tiltölulega opnu prófkjöri“. Anna segist enn stefna ótrauð á forystusætið. Ef að líkum lætur gætu því þrír sóst eftir forystusætinu hjá Framsókn í borginni í vor.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira