Valsmenn áfram þrátt fyrir tap 8. október 2005 00:01 Valur tapaði fyrir finnsku meisturunum í Sjundeå IF með þriggja marka mun, 28-31, í Laugardalshöllinni í gær. Þetta var síðari leikur liðanna í 2. umferð EHF-keppninnar en þrátt fyrir tapið í gær komast Valsmenn áfram þar sem þeir unnu sex marka sigur í fyrri leiknum í Finnlandi 33-27. "Við komum í leikinn til að sigra en náðum því ekki, þeir voru bara miklu betri en við bæði varnarlega og sóknarlega. Við vorum að gera of mikið af mistökum þannig að það verður að teljast mjög gott að við séum komnir áfram. Vörnin hjá okkur var mjög slök í byrjun en var betri í þeim síðari þegar við fórum í gömlu góðu 3-2-1 vörnina. Ef við lítum á það jákvæða þá var Baldur mjög góður og við vorum að nota þrjá 19 ára stráka sem stóðu fyrir sínu. Fannar skoraði mikilvæg mörk og lokaði vörninni og Elvar líka," sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals en liðið vann viðureignina gegn Sjundeå samtals 61-58. Valsmenn voru undir nær allan leikinn og geta talist heppnir að hafa aðeins verið einu marki undir í hálfleik. Í þeim síðari misstu þeir Sjundeå aldrei of langt frá sér en þeir náðu mest fjögurra marka forystu. Það fór ekki milli mála að Valur var lakara liðið á vellinum en voru þó með besta leikmann hans, Baldvin Þorsteinsson skoraði ellefu mörk. "Ég hef ekki verið að spila neitt æðislega upp á síðkastið og þetta var sennilega minn skásti leikur til þessa í vetur. Við töpuðum en tilgangurinn helgar meðalið og við erum komnir áfram í þriðju umferð. Vörnin hjá okkur var töluvert slakari en í leiknum ytra og sóknin sömuleiðis. Finnarnir spiluðu hinsvegar hörkuvörn sem við áttum í erfiðleikum með," sagði Baldvin. Á þriðjudaginn verður dregið í næstu umferð og á hann sér óskamótherja. "Ég vona að við fáum eitthvað stórlið í næstu umferð, Gummersbach er í pottinum og það væri frábært að fá Guðjón Val og Róbert Gunnarsson á klakann og fylla Höllina," sagði Baldvin að leik loknum. Íslenski handboltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Sjá meira
Valur tapaði fyrir finnsku meisturunum í Sjundeå IF með þriggja marka mun, 28-31, í Laugardalshöllinni í gær. Þetta var síðari leikur liðanna í 2. umferð EHF-keppninnar en þrátt fyrir tapið í gær komast Valsmenn áfram þar sem þeir unnu sex marka sigur í fyrri leiknum í Finnlandi 33-27. "Við komum í leikinn til að sigra en náðum því ekki, þeir voru bara miklu betri en við bæði varnarlega og sóknarlega. Við vorum að gera of mikið af mistökum þannig að það verður að teljast mjög gott að við séum komnir áfram. Vörnin hjá okkur var mjög slök í byrjun en var betri í þeim síðari þegar við fórum í gömlu góðu 3-2-1 vörnina. Ef við lítum á það jákvæða þá var Baldur mjög góður og við vorum að nota þrjá 19 ára stráka sem stóðu fyrir sínu. Fannar skoraði mikilvæg mörk og lokaði vörninni og Elvar líka," sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals en liðið vann viðureignina gegn Sjundeå samtals 61-58. Valsmenn voru undir nær allan leikinn og geta talist heppnir að hafa aðeins verið einu marki undir í hálfleik. Í þeim síðari misstu þeir Sjundeå aldrei of langt frá sér en þeir náðu mest fjögurra marka forystu. Það fór ekki milli mála að Valur var lakara liðið á vellinum en voru þó með besta leikmann hans, Baldvin Þorsteinsson skoraði ellefu mörk. "Ég hef ekki verið að spila neitt æðislega upp á síðkastið og þetta var sennilega minn skásti leikur til þessa í vetur. Við töpuðum en tilgangurinn helgar meðalið og við erum komnir áfram í þriðju umferð. Vörnin hjá okkur var töluvert slakari en í leiknum ytra og sóknin sömuleiðis. Finnarnir spiluðu hinsvegar hörkuvörn sem við áttum í erfiðleikum með," sagði Baldvin. Á þriðjudaginn verður dregið í næstu umferð og á hann sér óskamótherja. "Ég vona að við fáum eitthvað stórlið í næstu umferð, Gummersbach er í pottinum og það væri frábært að fá Guðjón Val og Róbert Gunnarsson á klakann og fylla Höllina," sagði Baldvin að leik loknum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Sjá meira