Valsmenn áfram þrátt fyrir tap 8. október 2005 00:01 Valur tapaði fyrir finnsku meisturunum í Sjundeå IF með þriggja marka mun, 28-31, í Laugardalshöllinni í gær. Þetta var síðari leikur liðanna í 2. umferð EHF-keppninnar en þrátt fyrir tapið í gær komast Valsmenn áfram þar sem þeir unnu sex marka sigur í fyrri leiknum í Finnlandi 33-27. "Við komum í leikinn til að sigra en náðum því ekki, þeir voru bara miklu betri en við bæði varnarlega og sóknarlega. Við vorum að gera of mikið af mistökum þannig að það verður að teljast mjög gott að við séum komnir áfram. Vörnin hjá okkur var mjög slök í byrjun en var betri í þeim síðari þegar við fórum í gömlu góðu 3-2-1 vörnina. Ef við lítum á það jákvæða þá var Baldur mjög góður og við vorum að nota þrjá 19 ára stráka sem stóðu fyrir sínu. Fannar skoraði mikilvæg mörk og lokaði vörninni og Elvar líka," sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals en liðið vann viðureignina gegn Sjundeå samtals 61-58. Valsmenn voru undir nær allan leikinn og geta talist heppnir að hafa aðeins verið einu marki undir í hálfleik. Í þeim síðari misstu þeir Sjundeå aldrei of langt frá sér en þeir náðu mest fjögurra marka forystu. Það fór ekki milli mála að Valur var lakara liðið á vellinum en voru þó með besta leikmann hans, Baldvin Þorsteinsson skoraði ellefu mörk. "Ég hef ekki verið að spila neitt æðislega upp á síðkastið og þetta var sennilega minn skásti leikur til þessa í vetur. Við töpuðum en tilgangurinn helgar meðalið og við erum komnir áfram í þriðju umferð. Vörnin hjá okkur var töluvert slakari en í leiknum ytra og sóknin sömuleiðis. Finnarnir spiluðu hinsvegar hörkuvörn sem við áttum í erfiðleikum með," sagði Baldvin. Á þriðjudaginn verður dregið í næstu umferð og á hann sér óskamótherja. "Ég vona að við fáum eitthvað stórlið í næstu umferð, Gummersbach er í pottinum og það væri frábært að fá Guðjón Val og Róbert Gunnarsson á klakann og fylla Höllina," sagði Baldvin að leik loknum. Íslenski handboltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Valur tapaði fyrir finnsku meisturunum í Sjundeå IF með þriggja marka mun, 28-31, í Laugardalshöllinni í gær. Þetta var síðari leikur liðanna í 2. umferð EHF-keppninnar en þrátt fyrir tapið í gær komast Valsmenn áfram þar sem þeir unnu sex marka sigur í fyrri leiknum í Finnlandi 33-27. "Við komum í leikinn til að sigra en náðum því ekki, þeir voru bara miklu betri en við bæði varnarlega og sóknarlega. Við vorum að gera of mikið af mistökum þannig að það verður að teljast mjög gott að við séum komnir áfram. Vörnin hjá okkur var mjög slök í byrjun en var betri í þeim síðari þegar við fórum í gömlu góðu 3-2-1 vörnina. Ef við lítum á það jákvæða þá var Baldur mjög góður og við vorum að nota þrjá 19 ára stráka sem stóðu fyrir sínu. Fannar skoraði mikilvæg mörk og lokaði vörninni og Elvar líka," sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals en liðið vann viðureignina gegn Sjundeå samtals 61-58. Valsmenn voru undir nær allan leikinn og geta talist heppnir að hafa aðeins verið einu marki undir í hálfleik. Í þeim síðari misstu þeir Sjundeå aldrei of langt frá sér en þeir náðu mest fjögurra marka forystu. Það fór ekki milli mála að Valur var lakara liðið á vellinum en voru þó með besta leikmann hans, Baldvin Þorsteinsson skoraði ellefu mörk. "Ég hef ekki verið að spila neitt æðislega upp á síðkastið og þetta var sennilega minn skásti leikur til þessa í vetur. Við töpuðum en tilgangurinn helgar meðalið og við erum komnir áfram í þriðju umferð. Vörnin hjá okkur var töluvert slakari en í leiknum ytra og sóknin sömuleiðis. Finnarnir spiluðu hinsvegar hörkuvörn sem við áttum í erfiðleikum með," sagði Baldvin. Á þriðjudaginn verður dregið í næstu umferð og á hann sér óskamótherja. "Ég vona að við fáum eitthvað stórlið í næstu umferð, Gummersbach er í pottinum og það væri frábært að fá Guðjón Val og Róbert Gunnarsson á klakann og fylla Höllina," sagði Baldvin að leik loknum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira