Nýtt lið sem hleypur inn á völlinn 6. október 2005 00:01 "Undirbúningurinn hefur ekki verið upp á það besta. Það vantar marga lykilmenn og nánast nýtt lið sem hleypur inn á völlinn. Flestir leikmannanna eru ungir að árum og að stíga sín fyrstu skref og oft ná þeir að spila upp fyrir sig í svona leikjum," sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari Íslands, við Fréttablaðið eftir seinni æfingu landsliðsins í dag. Ísland mætir Póllandi í vináttulandsleik í Varsjá kl. 15 á morgun en Pólverjar hafa komið allra liða mesta á óvart í undankeppni HM en þeir mæta Englendingum í hreinum úrslitaleik í 6. riðli á Old Trafford á miðvikudaginn um sæti á HM. Á sama tíma sækja Íslendingar Svía heim í Stokkhólmi. Indriði Sigurðsson tók þátt í síðari æfingu landsliðsins í Varsjá í dag en hann sleppti þeirri fyrri vegna veikinda. Að sögn Ásgeirs verður Indriði örugglega með í leiknum í morgun. Þá sagði Ásgeir að líklega fá allir leikmenn hópsins að spreyta sig en í honum eru tveir nýliðar, þeir Daði Lárusson og Sölvi Geir Ottesen. Ásgeir vildi ekki gefa upp hver yrði fyrirliði Íslands gegn Póllandi en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Brynjar Björn Gunnarsson bera fyrirliðabandið í fyrsta sinn en hann leikur . "Við förum varlega inn í leikinn og spilum frekar aftarlega og leggjum áherslu á agaðan varnarleik. Ég hef enga trú á öðru en Pólverjar stilli upp sínu sterkasta liði enda leikurinn mikilvægur undirbúningur fyrir Englandsleikinn. Pólska knattspyrnulandsliðið er gríðarlega vinsælt um þessar mundir hér í Póllandi sem er auðvitað í takt við árangur liðsins en þeir eru langt komnir á HM. Pólland spilar 4-4-2. Þeir eru með öfluga framherja, vinnusama og marksækna miðjumenn og vörn vel skipulögð og öguð," segir Ásgeir. Ásgeir og Logi Ólafsson tilkynna byrjunarliðið á morgun en sem kunnugt er vantar átta leikmenn, þar á meðal alla þrjá sem leika í ensku úrvalsdeildinni, þá Eið Smára Guðjohnsen, Hermann Hreiðarsson og Heiðar Helguson. Þá er aðalmarkvörður Íslands, Árni Gautur Arason, fjarverandi. Líklegt byrjunarlið er þannig skipað (4-2-3-1): Markvörður: Kristján Finnbogason. Vörn: Kristján Örn Sigurðsson, Auðun Helgason, Stefán Gíslason og Indriði Sigurðsson. Djúpir miðjumenn eru Brynjar Björn Gunnarsson og Kári Árnason. Framar á miðjunni Grétar Rafn Steinsson, Gylfi Einarsson og Arnar Þór Viðarsson. Framherji: Hannes Þ. Sigurðsson. Íslenski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sjá meira
"Undirbúningurinn hefur ekki verið upp á það besta. Það vantar marga lykilmenn og nánast nýtt lið sem hleypur inn á völlinn. Flestir leikmannanna eru ungir að árum og að stíga sín fyrstu skref og oft ná þeir að spila upp fyrir sig í svona leikjum," sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari Íslands, við Fréttablaðið eftir seinni æfingu landsliðsins í dag. Ísland mætir Póllandi í vináttulandsleik í Varsjá kl. 15 á morgun en Pólverjar hafa komið allra liða mesta á óvart í undankeppni HM en þeir mæta Englendingum í hreinum úrslitaleik í 6. riðli á Old Trafford á miðvikudaginn um sæti á HM. Á sama tíma sækja Íslendingar Svía heim í Stokkhólmi. Indriði Sigurðsson tók þátt í síðari æfingu landsliðsins í Varsjá í dag en hann sleppti þeirri fyrri vegna veikinda. Að sögn Ásgeirs verður Indriði örugglega með í leiknum í morgun. Þá sagði Ásgeir að líklega fá allir leikmenn hópsins að spreyta sig en í honum eru tveir nýliðar, þeir Daði Lárusson og Sölvi Geir Ottesen. Ásgeir vildi ekki gefa upp hver yrði fyrirliði Íslands gegn Póllandi en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Brynjar Björn Gunnarsson bera fyrirliðabandið í fyrsta sinn en hann leikur . "Við förum varlega inn í leikinn og spilum frekar aftarlega og leggjum áherslu á agaðan varnarleik. Ég hef enga trú á öðru en Pólverjar stilli upp sínu sterkasta liði enda leikurinn mikilvægur undirbúningur fyrir Englandsleikinn. Pólska knattspyrnulandsliðið er gríðarlega vinsælt um þessar mundir hér í Póllandi sem er auðvitað í takt við árangur liðsins en þeir eru langt komnir á HM. Pólland spilar 4-4-2. Þeir eru með öfluga framherja, vinnusama og marksækna miðjumenn og vörn vel skipulögð og öguð," segir Ásgeir. Ásgeir og Logi Ólafsson tilkynna byrjunarliðið á morgun en sem kunnugt er vantar átta leikmenn, þar á meðal alla þrjá sem leika í ensku úrvalsdeildinni, þá Eið Smára Guðjohnsen, Hermann Hreiðarsson og Heiðar Helguson. Þá er aðalmarkvörður Íslands, Árni Gautur Arason, fjarverandi. Líklegt byrjunarlið er þannig skipað (4-2-3-1): Markvörður: Kristján Finnbogason. Vörn: Kristján Örn Sigurðsson, Auðun Helgason, Stefán Gíslason og Indriði Sigurðsson. Djúpir miðjumenn eru Brynjar Björn Gunnarsson og Kári Árnason. Framar á miðjunni Grétar Rafn Steinsson, Gylfi Einarsson og Arnar Þór Viðarsson. Framherji: Hannes Þ. Sigurðsson.
Íslenski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sjá meira