Getur ekki samþykkt kröfuna 5. október 2005 00:01 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segist ekki trúa því að sýslumaðurinn í Reykjavík geti samþykkt fjárnámskröfu Jóns Ólafssonar á hendur sér. Jón hyggst fá aðstoð sýslumanns við að ná tólf milljónum króna af Hannesi sem hann var dæmdur til að greiða í Englandi vegna meiðandi ummæla um Jón. Hannes segir allt sem hann sagði hafa verið satt. Jón Ólafsson, fyrrum eigandi Norðurljósa og Skífunnar, mun á næstu dögum leggja fram fjárnámskröfu á hendur Hannesi Hólmsteini. Ástæða kröfunnar er meiðyrðamál sem Jón höfðaði á hendur Hannesi í London fyrir um ári vegna ummæla sem fræg eru orðin og birtust á heimasíðu Hannesar við háskólann. Þar gerði Hannes fyrrum fjölmiðlaveldi Jóns að umtalsefni og lét í skína að upphafið að veldi Jóns mætti rekja til ólgölegra viðskiptahátta hans á fyrri árum. Hannes segist í samtali við fréttastofu að hann efist stórlega um að hægt væri að sækja af honum fé á Íslandi vegna dóms í Bretlandi. Hann segir ummæli sín, sem seinna birtust á heimasíðu hans, fyrst hafa fallið á ráðstefnu blaðamanna í Reykholti árið 1999 og því líti hann á málaferli Jóns sem aðför að tjáningarfrelsi blaðamanna. Hann kveðst ekki átta sig á málinu og lögfræðingar verði að fara yfir það. Það eina sem honum finnist ískyggilegt í málinu sé það að ef hann segir eitthvað á Íslandi, og jafnvel þótt hann birti það í bók á ensku sem gefin sé út á Íslandi, að hægt sé að draga hann fyrir dóm í öðru landi þar sem meiðyrðalöggjöfin sé miklu strangari en hér á landi. Aðspurður segist Hannes ekki telja líklegt að sýslumaður samþykki kröfuna heldur vísi henni til héraðsdóms, enda sé þetta prófmál hér á landi. Hann segir að ummælin sé ekki ennþá að finna á heimasíðu sinni því hann hafi lokað henni þegar hann fregnaði að Jón ætlaði að hefja málssókn vegna þess að hann hefði hvorki tíma né löngun til að standa í þrefi við Jón. Spurður hvort hann standi við ummælin segist Hannes ekki hafa sagt neitt sem sé ósatt, og spyr hvort það sé ekki umhugsunarefni að samkvæmt dóminum sé honum bannað að segja það sem sé satt. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segist ekki trúa því að sýslumaðurinn í Reykjavík geti samþykkt fjárnámskröfu Jóns Ólafssonar á hendur sér. Jón hyggst fá aðstoð sýslumanns við að ná tólf milljónum króna af Hannesi sem hann var dæmdur til að greiða í Englandi vegna meiðandi ummæla um Jón. Hannes segir allt sem hann sagði hafa verið satt. Jón Ólafsson, fyrrum eigandi Norðurljósa og Skífunnar, mun á næstu dögum leggja fram fjárnámskröfu á hendur Hannesi Hólmsteini. Ástæða kröfunnar er meiðyrðamál sem Jón höfðaði á hendur Hannesi í London fyrir um ári vegna ummæla sem fræg eru orðin og birtust á heimasíðu Hannesar við háskólann. Þar gerði Hannes fyrrum fjölmiðlaveldi Jóns að umtalsefni og lét í skína að upphafið að veldi Jóns mætti rekja til ólgölegra viðskiptahátta hans á fyrri árum. Hannes segist í samtali við fréttastofu að hann efist stórlega um að hægt væri að sækja af honum fé á Íslandi vegna dóms í Bretlandi. Hann segir ummæli sín, sem seinna birtust á heimasíðu hans, fyrst hafa fallið á ráðstefnu blaðamanna í Reykholti árið 1999 og því líti hann á málaferli Jóns sem aðför að tjáningarfrelsi blaðamanna. Hann kveðst ekki átta sig á málinu og lögfræðingar verði að fara yfir það. Það eina sem honum finnist ískyggilegt í málinu sé það að ef hann segir eitthvað á Íslandi, og jafnvel þótt hann birti það í bók á ensku sem gefin sé út á Íslandi, að hægt sé að draga hann fyrir dóm í öðru landi þar sem meiðyrðalöggjöfin sé miklu strangari en hér á landi. Aðspurður segist Hannes ekki telja líklegt að sýslumaður samþykki kröfuna heldur vísi henni til héraðsdóms, enda sé þetta prófmál hér á landi. Hann segir að ummælin sé ekki ennþá að finna á heimasíðu sinni því hann hafi lokað henni þegar hann fregnaði að Jón ætlaði að hefja málssókn vegna þess að hann hefði hvorki tíma né löngun til að standa í þrefi við Jón. Spurður hvort hann standi við ummælin segist Hannes ekki hafa sagt neitt sem sé ósatt, og spyr hvort það sé ekki umhugsunarefni að samkvæmt dóminum sé honum bannað að segja það sem sé satt.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“