Gunnar Heiðar meiddur 4. október 2005 00:01 Markahrókurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði 14. mark sitt á leiktíðinni fyrir Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni sem steinlá fyrir Djurgården 6-1 í gærkvöld. Hann meiddist hins vegar illa á ökkla þegar hálftími var eftir af leiknum og þurfti að fara af velli og segist líklega vera út úr landsliðsmyndinni gegn Póllandi og Svíþjóð. Kári Árnason lék ekki með Djurgården þar sem hann var í leikbanni og Sölvi Geir Ottesen sat allan tímann á varamannabekknum. Með sigrinum náði Djurgården þriggja stiga forystu á IFK Gautaborg á ný í toppslagnum.Gunnar Heiðar jafnaði metin fyrir Halmstad á 30. mínútu með stórglæsilegu marki. "Þetta er án nokkurs vafa fallegasta mark sem ég hef skorað, líklega svipað því og Eiður Smári skoraði fyrir Bolton á sínum tíma þegar hann sólaði alla vörnina upp úr skónum. Þetta var hreint ótrúlegt en ég klobbaði einn varnarmann og plataði svo tvo upp úr skónum." Á 60. mín þurfti Gunnar Heiðar að fara af velli vegna meiðsla eftir að varnarmaðurinn Toni Kuivasto sparkaði hann niður. "Hann er 100 kílóa maður og gjörsamlega þrumaði mig niður. Ég átti að fá víti en ekkert var dæmt. Hann sparkaði af mér skóinn og ég hélt að hællinn hefði rifnað af. Ég get ekki stigið í fótinn og ljóst að landsliðsdæmið er í hættu. Ég get afskrifað Póllandsleikinn og Svíaleikurinn er stórt spurningamerki. Ég held að ökklinn sé ekki slitin en hugsanlega er liðband skaddað. Það kemur í ljós," sagði Gunnar Heiðar sár og svekktur. Hann er nú markahæstur í sænsku úrvalsdeildinni ásamt Brasilíumanninum Afonso hjá Malmö með 14 mörk.Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari sagði við Fréttablaðið að þetta væri mikið áfall en hann vonaðist til að hann yrði klár gegn Svíum enda sveitungi sinn frá Eyjum búinn að vera sjóðheitur upp á síðkastið.Í dag verður dregið í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða þar sem Halstad verður í pottinum. Gunnar Heiðar átti stóran þátt í að koma liðinu þangað og segist ekki geta hugsa sér að missa af því ævintýri vegna meiðsla. Íslenski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sjá meira
Markahrókurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði 14. mark sitt á leiktíðinni fyrir Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni sem steinlá fyrir Djurgården 6-1 í gærkvöld. Hann meiddist hins vegar illa á ökkla þegar hálftími var eftir af leiknum og þurfti að fara af velli og segist líklega vera út úr landsliðsmyndinni gegn Póllandi og Svíþjóð. Kári Árnason lék ekki með Djurgården þar sem hann var í leikbanni og Sölvi Geir Ottesen sat allan tímann á varamannabekknum. Með sigrinum náði Djurgården þriggja stiga forystu á IFK Gautaborg á ný í toppslagnum.Gunnar Heiðar jafnaði metin fyrir Halmstad á 30. mínútu með stórglæsilegu marki. "Þetta er án nokkurs vafa fallegasta mark sem ég hef skorað, líklega svipað því og Eiður Smári skoraði fyrir Bolton á sínum tíma þegar hann sólaði alla vörnina upp úr skónum. Þetta var hreint ótrúlegt en ég klobbaði einn varnarmann og plataði svo tvo upp úr skónum." Á 60. mín þurfti Gunnar Heiðar að fara af velli vegna meiðsla eftir að varnarmaðurinn Toni Kuivasto sparkaði hann niður. "Hann er 100 kílóa maður og gjörsamlega þrumaði mig niður. Ég átti að fá víti en ekkert var dæmt. Hann sparkaði af mér skóinn og ég hélt að hællinn hefði rifnað af. Ég get ekki stigið í fótinn og ljóst að landsliðsdæmið er í hættu. Ég get afskrifað Póllandsleikinn og Svíaleikurinn er stórt spurningamerki. Ég held að ökklinn sé ekki slitin en hugsanlega er liðband skaddað. Það kemur í ljós," sagði Gunnar Heiðar sár og svekktur. Hann er nú markahæstur í sænsku úrvalsdeildinni ásamt Brasilíumanninum Afonso hjá Malmö með 14 mörk.Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari sagði við Fréttablaðið að þetta væri mikið áfall en hann vonaðist til að hann yrði klár gegn Svíum enda sveitungi sinn frá Eyjum búinn að vera sjóðheitur upp á síðkastið.Í dag verður dregið í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða þar sem Halstad verður í pottinum. Gunnar Heiðar átti stóran þátt í að koma liðinu þangað og segist ekki geta hugsa sér að missa af því ævintýri vegna meiðsla.
Íslenski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? ÍA - Valur | Nýir tímar í nýju húsi Þór Þ. - ÍR | Kominn tími á fyrstu stigin? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sjá meira