Vilja ekki gjaldfrjálsan leikskóla 3. október 2005 00:01 Ungir sjálfstæðismenn eru andvígir því að boðið verði upp á gjaldfrjálsan leikskóla. Þeir segja nær að efla einkaframtakið á öllum skólastigum. Nýkjörinn formaður Ungra sjálfstæðismanna hyggst bera upp tillögu á landsfundi flokksins sem felur í sér að Íslendingar falli frá framboði til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Íslendingar eiga að pakka saman og hætta við framboð til Öryggisráðsins. Þetta er mat 38 Sambandsþing Ungra sjálfstæðismanna sem haldið var í Stykkishólmi um helgina. Ályktun ungliðanna í Sjálfstæðisflokknum um Öryggsráðið nú er í takt við fyrri ályktanir stjórnar félagsins um að Ísland eigi að draga framboð sitt til ráðsins til baka. Borgar Þór Einarsson var kjörinn formaður SUS á fundinum um helgina og hlaut 72 prósent atkvæða. Næst honum í kjörinu kom litla systir hans, Helga Lára Haarde, en hún hlaut rúm 15 prósent atkvæða. Borgar segir að sér hafi verið ljóst allt frá því að hann lýsti yfir sínu framboði í vor að ákveðin andstaða væri við hann innan hreyfingarinnar. Hann segir að ákveðnir húmoristar í hópi andstæðinga hans hafi þannig ákveðið að kjósa litlu systur til að sýna þá andstöðu. Auk ályktunarinnar um utanríkismál var meðal annars ályktað um menntamál í Stykkishólmi um helgina en þar lýstu Ungir sjálfstæðismenn því sömuleiðis yfir að hugmyndir um gjaldfrjálsan leikskóla séu ekki þeim að skapi, enda liggi mun meira á að koma einkaframtakinu að í rekstri allra skólastiga. Nýi formaðurinn segist munu tala fyrir ályktunum SUS sem fulltrúi sambandsins á landsfundi Sjálfstæðisflokksins síðar í mánuðinum. Má vænta þess að ályktun gegn framboði Íslands til Öryggisráðsins verði lögð fyrir landsfundinn til atkvæða. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Sjá meira
Ungir sjálfstæðismenn eru andvígir því að boðið verði upp á gjaldfrjálsan leikskóla. Þeir segja nær að efla einkaframtakið á öllum skólastigum. Nýkjörinn formaður Ungra sjálfstæðismanna hyggst bera upp tillögu á landsfundi flokksins sem felur í sér að Íslendingar falli frá framboði til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Íslendingar eiga að pakka saman og hætta við framboð til Öryggisráðsins. Þetta er mat 38 Sambandsþing Ungra sjálfstæðismanna sem haldið var í Stykkishólmi um helgina. Ályktun ungliðanna í Sjálfstæðisflokknum um Öryggsráðið nú er í takt við fyrri ályktanir stjórnar félagsins um að Ísland eigi að draga framboð sitt til ráðsins til baka. Borgar Þór Einarsson var kjörinn formaður SUS á fundinum um helgina og hlaut 72 prósent atkvæða. Næst honum í kjörinu kom litla systir hans, Helga Lára Haarde, en hún hlaut rúm 15 prósent atkvæða. Borgar segir að sér hafi verið ljóst allt frá því að hann lýsti yfir sínu framboði í vor að ákveðin andstaða væri við hann innan hreyfingarinnar. Hann segir að ákveðnir húmoristar í hópi andstæðinga hans hafi þannig ákveðið að kjósa litlu systur til að sýna þá andstöðu. Auk ályktunarinnar um utanríkismál var meðal annars ályktað um menntamál í Stykkishólmi um helgina en þar lýstu Ungir sjálfstæðismenn því sömuleiðis yfir að hugmyndir um gjaldfrjálsan leikskóla séu ekki þeim að skapi, enda liggi mun meira á að koma einkaframtakinu að í rekstri allra skólastiga. Nýi formaðurinn segist munu tala fyrir ályktunum SUS sem fulltrúi sambandsins á landsfundi Sjálfstæðisflokksins síðar í mánuðinum. Má vænta þess að ályktun gegn framboði Íslands til Öryggisráðsins verði lögð fyrir landsfundinn til atkvæða.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Sjá meira