Sport

Brynjar var hetja Reading

Brynjar Björn Gunnarsson var hetja Reading og skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Sheffield Utd í toppslag ensku 1. deildarinnar í fótbolta í dag. Sigurmarkið skoraði Brynjar á 89. mínútu en hann kom liðinu yfir strax á 2. mínútu leiksins. Ívar Ingimarsson lék einnig allan leikinn í liði Reading að venju. Með sigrinum komst Reading í 2. sæti deildarinnar og saxaði á forskot toppliðsin Sheff Utd niður í 3 stig. Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn í liði Leicester sem vann 0-1 útisigur á Derby og Hannes Sigurðsson lék sinn fyrsta leik fyrir Stoke sem tapaði fyrir Bjarna Guðjónssyni og félögum í Plymouth, 2-1. Hannes lék allan síðari hálfleikinn hjá Stoke en Bjarna var skipt út af á 53. mínútu í liði heimamanna. Gylfi Einarsson sat á varamannabekknum allan leikinn hjá Leeds sem gerði markalaust jafntefli við Watford.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×