Loksins titill hjá Val eftir 13 ár 24. september 2005 00:01 Baldur Aðalsteinsson tryggði Val níunda bikarmeistaratitil félagsins þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Fram með skoti langt utan af kanti. Framarar voru síst lakari aðilinn í leiknum en það voru nýliðar Valsmanna sem kórónuðu frábært tímabil með því að vinna bikarinn. Það var misheppnuð fyrirgjöf frá hægri frá Valsmanninum Baldri Aðalsteinssyni sem rataði í netið og skildi liðin tvö að þegar upp var staðið. Fótbolti er miskunnarlaus íþrótt en sigurinn hefði hæglega getað dottið Fram megin, því Safarmýrarpiltarnir sköpuðu sér fleiri marktækifæri. En lukkan var í liði með Valsmönnum á Laugardalsvellinum í gær og þeir fögnuðu gríðarlega í lok leiks. Þar með er þrettán ára bið Hlíðarendaliðsins eftir stórum titli í karlaflokki lokið. Það er óhætt að segja að fyrri hálfleikur liðanna í gær hafi verið bragðdaufur í meira lagi. Hvorugt lið þorði að taka áhættu og engin umtalsverð færi litu dagsins í ljós. En það var annað uppi á teningnum í síðari hálfleik. Þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar af honum skoruðu Valsmenn sigurmark leiksins. Fyrirliðinn Sigurbjörn Hreiðarsson gaf boltann út til hægri á Baldur Aðalsteinsson sem gaf misheppnaða fyrirgjöf sem fór í boga yfir Gunnar Sigurðsson, markvörð Fram, og í netið. Nálægt því að jafna Eftir markið færðist mikið líf í leikinn og Framarar voru nálægt því að jafna leikinn skömmu síðar þegar Andri Fannar Ottósson átti skot frá markteig sem Kjartan Sturluson varði vel. Aftur varði Kjartan vel þegar hann blakaði skalla Kristjáns Haukssonar yfir markið á 70. mínútu. Valsmenn voru svo nálægt því að bæta við marki á 73. mínutu, þegar Húsvíkingurinn Baldur Aðalsteinsson átti skot utan vítateigs í stöng. En besta færi leiksins átti enn eftir að líta dagsins ljós. Þegar aðeins átta mínútur voru eftir fékk Gunnar Þór Gunnarsson, vinstri bakvörður Fram, sannkallað dauðafæri en skot hans fór hársbreidd framhjá marki Hlíðarendaliðsins. Lokamínúturnar voru lengi að líða fyrir Valsmenn en þeir notuðu öll tækifæri til að tefja leikinn. Sumir kalla slík tilþrif klókindi á meðan aðrir töluðu um óíþróttamannslega framkomu. En fögnuður Valsmanna þegar Ólafur Ragnarsson, dómari leiksins, flautaði af var innilegur og þeir rúmlega fimm þúsund áhorfendur sem lögðu leið sína í Laugardalinn hafa eflaust skemmt sér vel. Rauða liðið vann leikinn en það bláa var síst lakari aðilinn. Í liði nýkrýndu bikarmeistaranna stóðu þeir Kjartan Sturluson og Baldur Aðalsteinsson upp úr. Kjartan varði meistaralega í tvígang og Baldur gerði sigurmark Valsmanna og var óheppinn að bæta ekki öðru við. Framarar léku vel í gær en áttu í erfiðleikum með þétt Valslið, í jöfnu liði þeirra voru það ungu Framararnir Kristján Hauksson og Gunnar Þór Gunnarson sem áttu hvað bestan dag og ljóst að fjölmörg lið eiga eftir að reyna fá Gunnar Þór til liðs við sig, því góðir vinstri bakverðir vaxa ekki á trjánum í íslenskri knattspyrnu. Íslenski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sjá meira
Baldur Aðalsteinsson tryggði Val níunda bikarmeistaratitil félagsins þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Fram með skoti langt utan af kanti. Framarar voru síst lakari aðilinn í leiknum en það voru nýliðar Valsmanna sem kórónuðu frábært tímabil með því að vinna bikarinn. Það var misheppnuð fyrirgjöf frá hægri frá Valsmanninum Baldri Aðalsteinssyni sem rataði í netið og skildi liðin tvö að þegar upp var staðið. Fótbolti er miskunnarlaus íþrótt en sigurinn hefði hæglega getað dottið Fram megin, því Safarmýrarpiltarnir sköpuðu sér fleiri marktækifæri. En lukkan var í liði með Valsmönnum á Laugardalsvellinum í gær og þeir fögnuðu gríðarlega í lok leiks. Þar með er þrettán ára bið Hlíðarendaliðsins eftir stórum titli í karlaflokki lokið. Það er óhætt að segja að fyrri hálfleikur liðanna í gær hafi verið bragðdaufur í meira lagi. Hvorugt lið þorði að taka áhættu og engin umtalsverð færi litu dagsins í ljós. En það var annað uppi á teningnum í síðari hálfleik. Þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar af honum skoruðu Valsmenn sigurmark leiksins. Fyrirliðinn Sigurbjörn Hreiðarsson gaf boltann út til hægri á Baldur Aðalsteinsson sem gaf misheppnaða fyrirgjöf sem fór í boga yfir Gunnar Sigurðsson, markvörð Fram, og í netið. Nálægt því að jafna Eftir markið færðist mikið líf í leikinn og Framarar voru nálægt því að jafna leikinn skömmu síðar þegar Andri Fannar Ottósson átti skot frá markteig sem Kjartan Sturluson varði vel. Aftur varði Kjartan vel þegar hann blakaði skalla Kristjáns Haukssonar yfir markið á 70. mínútu. Valsmenn voru svo nálægt því að bæta við marki á 73. mínutu, þegar Húsvíkingurinn Baldur Aðalsteinsson átti skot utan vítateigs í stöng. En besta færi leiksins átti enn eftir að líta dagsins ljós. Þegar aðeins átta mínútur voru eftir fékk Gunnar Þór Gunnarsson, vinstri bakvörður Fram, sannkallað dauðafæri en skot hans fór hársbreidd framhjá marki Hlíðarendaliðsins. Lokamínúturnar voru lengi að líða fyrir Valsmenn en þeir notuðu öll tækifæri til að tefja leikinn. Sumir kalla slík tilþrif klókindi á meðan aðrir töluðu um óíþróttamannslega framkomu. En fögnuður Valsmanna þegar Ólafur Ragnarsson, dómari leiksins, flautaði af var innilegur og þeir rúmlega fimm þúsund áhorfendur sem lögðu leið sína í Laugardalinn hafa eflaust skemmt sér vel. Rauða liðið vann leikinn en það bláa var síst lakari aðilinn. Í liði nýkrýndu bikarmeistaranna stóðu þeir Kjartan Sturluson og Baldur Aðalsteinsson upp úr. Kjartan varði meistaralega í tvígang og Baldur gerði sigurmark Valsmanna og var óheppinn að bæta ekki öðru við. Framarar léku vel í gær en áttu í erfiðleikum með þétt Valslið, í jöfnu liði þeirra voru það ungu Framararnir Kristján Hauksson og Gunnar Þór Gunnarson sem áttu hvað bestan dag og ljóst að fjölmörg lið eiga eftir að reyna fá Gunnar Þór til liðs við sig, því góðir vinstri bakverðir vaxa ekki á trjánum í íslenskri knattspyrnu.
Íslenski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sjá meira